Spennandi tækifæri Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 13:00 Þetta verður þriðja verkefni landsliðsins undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeff sem tóku við kvennalandsliðinu síðasta haust. Fréttablaðið/ernir Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira