Sport

Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Kavanagh segir ekki auðvelt að horfa á þetta.
John Kavanagh segir ekki auðvelt að horfa á þetta. skjáskot/ufc
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, stóð ekki í horni Gunnars þegar að hann tapaði fyrir Leon Edwards á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum um síðustu helgi en ferðalag Írans frá Hong Kong lengdist um of.

Gunnar þurfti sárlega á sigri að halda til að halda áfram ferðalagi sínu á toppinn en Englendingurinn vann með klofinni dómaraákvörðun með minnsta mun og þarf Gunnar því að taka eitt skref afturábak á sínum ferli.

Edwards gerði frábærlega í að halda Gunna frá því að taka sig niður í gólfið þar sem enginn er betri en íslenski bardagakappinn. Edwards var búinn að lesa Gunnar algjörlega og gaf honum svakalegt olnbogahögg í andlitið.

Hér að neðan má sjá stuttan bút úr þættinum Open Mat með fyrrverandi bardagakappanum Dan Hardy en sérstakur gestur fyrsta þáttar var einmitt John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Þetta er glatað

Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld.

Kavanagh: Líður ömurlega

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær.

Eitt skref til baka hjá Gunnari

Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×