Biðja pókerspilara að gæta sín í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:10 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Pókersíðan Pokerscout.com hvetur pókerspilara til að hafa allan varann á í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar síðastliðnum. Í umfjöllun Pokerscout, sem birt var þann 26. febrúar síðastliðinn og Mbl fjallaði um fyrst íslenskra miðla í dag, eru pókerspilarar sagðir ákjósanleg skotmörk þjófa þar sem þeir fyrrnefndu hafi oft meðferðis háar fjárhæðir í reiðufé. Sérstaklega er tekið fram að slíkt eigi ekki endilega við í tilfelli Jóns Þrastar en mál hans sé samt sem áður þörf áminning til pókerspilara um að gæta sín.Sjá einnig: Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Í því samhengi hvetur Justin Hammer, stjórnandi pókermóta hjá Commerce-spilavitinu í Kaliforníu, pókerspilara til að nýta sér svokölluð VIP-herbergi í spilavítum og hafa hljótt um það þegar þeir meðhöndla peninga. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann fór út af hóteli sínu í Dyflinni að morgni laugardagsins 9. febrúar. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í samtali við Vísi í gær að lögreglu á Írlandi bærust enn ábendingar daglega vegna málsins. Engar nýjar vendingar hafi þó orðið í rannsókninni um nokkurt skeið en fjölskylda Jóns stendur áfram vaktina úti á Írlandi. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir Jóni Þresti Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni en ekkert hefur spurst til hans síðan hann hvarf í Dyflinni á Írlandi fyrir rúmum mánuði. 14. mars 2019 06:37 Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. 19. mars 2019 15:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Pókersíðan Pokerscout.com hvetur pókerspilara til að hafa allan varann á í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar síðastliðnum. Í umfjöllun Pokerscout, sem birt var þann 26. febrúar síðastliðinn og Mbl fjallaði um fyrst íslenskra miðla í dag, eru pókerspilarar sagðir ákjósanleg skotmörk þjófa þar sem þeir fyrrnefndu hafi oft meðferðis háar fjárhæðir í reiðufé. Sérstaklega er tekið fram að slíkt eigi ekki endilega við í tilfelli Jóns Þrastar en mál hans sé samt sem áður þörf áminning til pókerspilara um að gæta sín.Sjá einnig: Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Í því samhengi hvetur Justin Hammer, stjórnandi pókermóta hjá Commerce-spilavitinu í Kaliforníu, pókerspilara til að nýta sér svokölluð VIP-herbergi í spilavítum og hafa hljótt um það þegar þeir meðhöndla peninga. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann fór út af hóteli sínu í Dyflinni að morgni laugardagsins 9. febrúar. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, sagði í samtali við Vísi í gær að lögreglu á Írlandi bærust enn ábendingar daglega vegna málsins. Engar nýjar vendingar hafi þó orðið í rannsókninni um nokkurt skeið en fjölskylda Jóns stendur áfram vaktina úti á Írlandi.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir Jóni Þresti Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni en ekkert hefur spurst til hans síðan hann hvarf í Dyflinni á Írlandi fyrir rúmum mánuði. 14. mars 2019 06:37 Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. 19. mars 2019 15:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Interpol lýsir eftir Jóni Þresti Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni en ekkert hefur spurst til hans síðan hann hvarf í Dyflinni á Írlandi fyrir rúmum mánuði. 14. mars 2019 06:37
Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48
Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. 19. mars 2019 15:08