Hélt kannski að Lars Lagerbäck vissi ekki að hann væri norskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:30 Lars Lagerbäck. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Lars Lagerbäck hefur fengið tíma til að móta norska landsliðið og nú er komið að stóra prófinu sem er undankeppni EM 2020. Lagerbäck kom Íslandi á EM í fyrsta sinn og reynir nú að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót í tvo áratugi. Síðasta stórmót Norðmanna var EM 2000 í Belgíu og Hollandi en liðið þarf nú að komast í gegn undanriðil þar sem í eru Spánn, Svíþjóð, Rúmenía, Færeyjar og Malta.«Nå er det opp til deg, Lagerbäck!» https://t.co/7kEdgknenBpic.twitter.com/DRtAGBWV5t — Sunnmørsposten (@smpno) March 19, 2019Fyrstu leikir norska landsliðsins eru mjög krefjandi leikir á móti Spáni á útivelli og Svíþjóð á heimavelli. Það eru hins vegar gerðar væntingar til Lars og liðsins eftir mjög gott ár 2018. Lagerbäck hefur úr stærri hópi atvinnumanna að velja en þegar hann var þjálfari íslenska landsliðsins og einn af þeim sem var skilinn út undan að þessu sinni, er ekkert alltof sáttur með Svíann. Sá heitir Fredrik Gulbrandsen og er nýbúinn að skora fyrir Red Bull Salzburg á móti Napoli í Evrópudeildinni. Gulbrandsen er 26 ár gamall og var um tíma á láni hjá New York Red Bulls. Hann hefur ekki spilað í Noregi undanfarin þrjú ár. Hann hefur hins vegar verið að finna taktinn með austurríska liðinu. „Ég hef ekki heyrt neitt. Ég held að þeir viti ekki að ég sé norskur,“ sagði Fredrik Gulbrandsen meðal annars í viðtali við TV2.65' GOOOOOOOOOAAAAAALLL!!!!!!! Freddie #Gulbrandsen finds the net to make it 2-1! #FCSNapoli 2-1 pic.twitter.com/p1ZIflz5PR — FC Red Bull Salzburg EN (@FCRBS_en) March 14, 2019Lars Lagerbäck var spurður út í þetta umrædda viðtal við Gulbrandsen. „Ég veit ekki hvort hann sé pirraður en ég skil vel að hann sé vonsvikinn. Það bara jákvætt að menn vilji komast í landsliðið. Hann hefur verið inn og úti úr liðinu en ég ákvað bara að velja aðra menn núna,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet sagði frá. Lagerbäck valdi þá Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara og Tarik Elyounoussi í hópinn fyrir komandi leiki. Lars Lagerbäck bauð síðan upp á setningu sem við heyrðum oft þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. „Þú átt alltaf möguleika. Ef við spilum hundrað prósent leik þá getum við náð í jafntefli eða sigur. Ef ekki þá getum við tapað 5-0 á móti Spáni,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er líka sannfærður um að Spánverjar óttist engan í norska landsliðinu. „Ég á erfitt með að trúa því að þeir hræðist einhvern í norska landsliðinu. Ég held ekki. Þeir fylgja sinni fótboltaheimspeki og eru eflaust ekkert alltaf mikið að skoða önnur lið. Þeir vita hvað þeir vilja gera og gera það,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira