Morðinginn í Christchurch kvartar undan illri meðferð í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 23:15 Maðurinn sést hér leiddur fyrir dómara í Christchurch þann 16. mars síðastliðinn. Dómstóll fyrirskipaði að andlit mannsins skyldi afmáð á öllum myndum sem teknar eru af honum í dómsal. Getty/Mark Mitchell-Pool Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19