Einar Andri: Getur allt gerst í úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2019 18:37 Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. Vísir/Bára Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með þriggja marka tap fyrir Haukum í Hafnarfirði í dag. Þrátt fyrir að Afturelding hafi unnið fáa leiki að undanförnu telur hann að hans menn geti valdið öðrum liðum usla í úrslitakeppninni. „Mér fannst við meðvitundarlausir í fyrri hálfleik en Arnór hélt okkur á floti með markvörslu sinni. Við fórum vel yfir þetta og spiluðum frábæran seinni hálfleik, sérstaklega á 20 mínútna kafla,“ sagði Einar Andri. „En það var því miður ekki nóg.“ Einar Andri segir að hans menn þurfi að spila vel í 60 mínútur gegn öllum liðum til að vinna leiki, ekki síst Hauka á Ásvöllum. „Annan leikinn í röð lendum við í því að klúðra mörgum dauðafærum í upphafi leiks sem dregur úr okkur tennurnar. Við vorum bara ekki klárir í slaginn í fyrri hálfleik, hverju sem um er að kenna,“ sagði hann. Afturelding hefur ekki unnið leik síðan snemma í febrúar en Einar Andri vonar að það sé ekki að setjast á sálina hjá hans mönnum. „Við erum nýbúnir að gera jafntefli við Val og FH. Þetta er allt í okkar höndum og við þurfum helst að ná í 2-4 stig til að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina. Mér finnst vera stutt í þetta hjá okkur en það er líka margt sem við þurfum að laga.“ Einar Andri neitar því ekki að tímabilið hafi verið erfitt, mörg stig hafi farið í súginn í jöfnum leikjum. „Það á líka að gefa okkur sjálfstraust, okkur hefur gengið vel með bestu liðin. Við höfum spilað góða leiki og getan er til staðar. Við þurfum bara að koma okkur í úrslitakeppnina og ég tel að það getur allt gerst þar.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 22-19 | Mosfellingar misstu dampinn á lokamínútunum Afturelding var nálægt því að ná frábærri endurkoma gegn sterku liði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lent í miklum vandræðum í upphafi leiks. 30. mars 2019 18:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með þriggja marka tap fyrir Haukum í Hafnarfirði í dag. Þrátt fyrir að Afturelding hafi unnið fáa leiki að undanförnu telur hann að hans menn geti valdið öðrum liðum usla í úrslitakeppninni. „Mér fannst við meðvitundarlausir í fyrri hálfleik en Arnór hélt okkur á floti með markvörslu sinni. Við fórum vel yfir þetta og spiluðum frábæran seinni hálfleik, sérstaklega á 20 mínútna kafla,“ sagði Einar Andri. „En það var því miður ekki nóg.“ Einar Andri segir að hans menn þurfi að spila vel í 60 mínútur gegn öllum liðum til að vinna leiki, ekki síst Hauka á Ásvöllum. „Annan leikinn í röð lendum við í því að klúðra mörgum dauðafærum í upphafi leiks sem dregur úr okkur tennurnar. Við vorum bara ekki klárir í slaginn í fyrri hálfleik, hverju sem um er að kenna,“ sagði hann. Afturelding hefur ekki unnið leik síðan snemma í febrúar en Einar Andri vonar að það sé ekki að setjast á sálina hjá hans mönnum. „Við erum nýbúnir að gera jafntefli við Val og FH. Þetta er allt í okkar höndum og við þurfum helst að ná í 2-4 stig til að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina. Mér finnst vera stutt í þetta hjá okkur en það er líka margt sem við þurfum að laga.“ Einar Andri neitar því ekki að tímabilið hafi verið erfitt, mörg stig hafi farið í súginn í jöfnum leikjum. „Það á líka að gefa okkur sjálfstraust, okkur hefur gengið vel með bestu liðin. Við höfum spilað góða leiki og getan er til staðar. Við þurfum bara að koma okkur í úrslitakeppnina og ég tel að það getur allt gerst þar.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 22-19 | Mosfellingar misstu dampinn á lokamínútunum Afturelding var nálægt því að ná frábærri endurkoma gegn sterku liði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lent í miklum vandræðum í upphafi leiks. 30. mars 2019 18:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 22-19 | Mosfellingar misstu dampinn á lokamínútunum Afturelding var nálægt því að ná frábærri endurkoma gegn sterku liði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lent í miklum vandræðum í upphafi leiks. 30. mars 2019 18:45