Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 16:17 Ben Baldanza segist hafa varað við þeim áskorunum sem hann nefnir. Vísir/Getty Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. Hann hafi varað við þeim í þrjú ár. Baldanza segir að á tíma sínum hjá félaginu hafi hann komist að því að Skúli Mogensen væri bæði klár og fullur eldmóðs en jafnframt sýnt mikinn metnað fyrir WOW. Þá hafi staðsetning landsins verið mikill kostur og viðskiptamódel félagsins verið mjög áhugavert. Þrátt fyrir það hafi þessar áskoranir á endanum leitt til þess að félagið hafi þurft að hætta störfum.Dýrt vinnuafl og skortur á aðhaldi Í færslu sem hann skrifar nefnir hann þessar fimm ástæður. Efst á lista er skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Í stað þess að dreifa rekstrinum á fleiri svæði hafi WOW air aukið kostnað með tímanum. Þá segir hann það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl. Hann nefnir að laun á Íslandi eru hærri en gengur og gerist en Skúli sé föðurlandsvinur og hafi treyst á samlanda sína. Það hafi þó reynst honum dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls. Hann bendir á að Ísland sem áfangastaður sé mjög árstíðabundinn og með því að halda sig við að einblína á landið hafi félagið orðið fyrir tapi. Með því að færa starfsemina á fleiri staði hafi verið hægt að sporna við þessu. Þá hafi félagið ekki hugað nægilega að því að tryggja fé fyrir ófyrirséðar aðstæður þegar vel stóð heldur eytt því í kaup á nýjum vélum. Kaupin á A330 vélum „gulltryggði“ fall félagsins Baldanza segir kaup WOW á Airbus 330 vélunum hafi aukið þjónustugetu félagsins til muna þar sem það hafi gert þeim kleift að fljúga á staði sem A321 vélar gátu ekki og nefnir þar áfangastaði á borð við Los Angeles og San Francisco. Vegna stærðar vélanna hafi þó verið erfitt að fylla slíkar vélar stöðugt til landsins og það hafi sannað sig. Hann segir að þó önnur flugfélög þurfi slíkar vélar hafi WOW air getað komist upp með að gera slíkt með ódýrari vélum og sleppt áfangastöðum sem reyndust ekki arðbærir. A330 vélarnar hafi því skapað mikla rekstrarörðugleika fyrir félagið og beint sjónum að hlutum sem félagið hefði ekki átt að einblína á. Þetta hafi verið það sem varð WOW endanlega að falli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. 29. mars 2019 20:30
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent