Segir tímabært að þjóðin fái eitthvað að segja um aðild að NATO Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 13:18 Andrés Ingi og fleiri þingmenn Vinstri grænna standa að málinu. Fréttablaðið/eyþór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira