Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 11:34 Teikning af loftsteinsárekstrinum sem er talinn hafa grandað risaeðlunum. Við áreksturinn flaug ofurhitað berg yfir þúsunda kílómetra svæði og jafnvel út úr lofthjúpi jarðarinnar. Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna. Bandaríkin Vísindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna.
Bandaríkin Vísindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira