Beina því til lækna að taka ekki þátt í vinnu Landspítalans vegna jafnlaunavottunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2019 13:24 Læknafélagið vill að annað jafnlaunakerfi sé tekið upp. Vísir Stjórn Læknafélags Íslands beinir því til lækna á Landspítalanum að taka ekki þátt í þeirri vinnu sem þar er í gangi vegna jafnlaunavottunar fyrr en annað jafnlaunakerfi hefur verið tekið upp. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni. Þar segir að Læknafélagið og aðildarfélög þess, Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna, hafi ítrekað bent yfirstjórn Landspítalans á að starfsmatskerfið byggi á breskri fyrirmynd, en læknar þar í landi séu ekki meðal þeirra starfshópa sem kerfið nær til. „Aðlögun Landspítala á kerfinu er óraunhæf og endurspeglar hvorki þær umfangsmiklu frumkröfur sem gerðar eru til læknastarfsins né nær það til eðlis og inntaks þess. Meðan Landspítali hefur ekki tekið til gagngerrar endurskoðunar þá leið sem valin var til jafnlaunavottunar telur stjórn LÍ ekki koma til greina að læknar taki þátt í vinnu við þróun þess,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 en til að fá slíka vottun þurfa fyrirtæki að útbúa jafnlaunakerfi sem stenst kröfu jafnlaunastaðals. Er aðalmarkmiðið með innleiðingu jafnlaunastaðalsins að tryggja launajafnfrétti. Er síðan notast við jafnlaunakerfi til að setja laun innan fyrirtækja og stofnana, bæta stjórnun og auka gagnsæi jafnlaunamála. Hafa fyrirtæki nokkuð frjálsar hendur við að hanna jafnlaunakerfi en jafnlaunavottun þurfa þau að fá samkvæmt lögum. Jafnréttismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Stjórn Læknafélags Íslands beinir því til lækna á Landspítalanum að taka ekki þátt í þeirri vinnu sem þar er í gangi vegna jafnlaunavottunar fyrr en annað jafnlaunakerfi hefur verið tekið upp. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni. Þar segir að Læknafélagið og aðildarfélög þess, Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna, hafi ítrekað bent yfirstjórn Landspítalans á að starfsmatskerfið byggi á breskri fyrirmynd, en læknar þar í landi séu ekki meðal þeirra starfshópa sem kerfið nær til. „Aðlögun Landspítala á kerfinu er óraunhæf og endurspeglar hvorki þær umfangsmiklu frumkröfur sem gerðar eru til læknastarfsins né nær það til eðlis og inntaks þess. Meðan Landspítali hefur ekki tekið til gagngerrar endurskoðunar þá leið sem valin var til jafnlaunavottunar telur stjórn LÍ ekki koma til greina að læknar taki þátt í vinnu við þróun þess,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 en til að fá slíka vottun þurfa fyrirtæki að útbúa jafnlaunakerfi sem stenst kröfu jafnlaunastaðals. Er aðalmarkmiðið með innleiðingu jafnlaunastaðalsins að tryggja launajafnfrétti. Er síðan notast við jafnlaunakerfi til að setja laun innan fyrirtækja og stofnana, bæta stjórnun og auka gagnsæi jafnlaunamála. Hafa fyrirtæki nokkuð frjálsar hendur við að hanna jafnlaunakerfi en jafnlaunavottun þurfa þau að fá samkvæmt lögum.
Jafnréttismál Landspítalinn Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira