Shearer segir Messi vera meira vandamál en Liverpool í eltingarleik City við fernuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:30 Lionel Messi og Mo Salah. Getty/Samsett Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira