Líkur á að Líkúd verði ekki stærstur en stýri líklega samt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2019 06:15 Netanjahú sést hér einn á vinstra plakatinu en Gantz stendur fyrir framan aðra leiðtoga Kahol Lavan á plakatinu til hægri. Nordicphotos/AFP Kosið er til ísraelska þingsins, Knesset, í dag. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra freistar þess að ná fimmta kjörtímabilinu í embætti. Þótt flokkur hans, Líkúd, mælist ekki stærstur benda kannanir til að ríkisstjórnin haldi velli. Annar Benjamín, fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir sameinað framboð frjálslyndra flokka undir nafninu Kahol Lavan. Sex af níu skoðanakönnunum dagana 4. og 5. apríl benda til þess að framboðið fái flest sætiMeðaltal kannana sýnir Kahol Lavan með 30 sæti af 120, Líkúd með 28. Samanlagt mælist hægri blokkin hins vegar með 63 til 66 sæti og vinstri blokkin með 54 til 57 sæti. Ísraelska blaðið Haaretz greindi stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu að koma stórkostlega á óvart, og úr samhengi við kannanir og söguna, til þess að hægriflokkarnir myndu ekki ná meirihluta og Gantz tæki við forsætisráðuneytinu. Netanjahú þarf hins vegar að reiða sig á að nokkrir smærri flokkar skríði yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og það gæti mögulega skilað vinstri- og miðjuflokkunum meirihluta. Samkvæmt BBC gæti svo farið að Moshe Feiglin og flokkur hans, Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur sagt að sér sé alveg sama hvort Netanjahú eða Gantz verður forsætisráðherra. Zehut má flokka til öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin hefur til að mynda talað fyrir því að Palestínumenn flytji í burtu af Gasa og Vesturbakkanum og að sýnagóga verði byggð á Musterishæðinni, reit sem bæði múslimar og gyðingar telja einn þann helgasta í heimi. Forsætisráðherrann lofaði því á sunnudag að innlima landtökubyggðir Vesturbakkanum inn í Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri. Um 400.000 Gyðingar búa á Vesturbakkanum en um 2,5 milljónir Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar álíta landtökubyggðirnar ólöglegar. Með loforðinu gerir Netanjahú líklegra að flokkarnir yst á íhaldsvængnum styðji áframhaldandi veru hans í forsætisráðuneytinu. Kosningabaráttan hefur meðal annars einkennst af umræðu um spillingarákærur gegn Netanjahú. Ríkissaksóknari segir að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir meinta mútuþægni og fjársvik. Líkúd hefur hins vegar kallað eftir því að Gantz verði einnig rannsakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar telja að fyrirtæki Gantz hafi gert ólöglegan samning við lögreglu. Kahol Lavan hafnar alfarið slíku; Netanjahú sé sá sem standi til að ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Kosið er til ísraelska þingsins, Knesset, í dag. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra freistar þess að ná fimmta kjörtímabilinu í embætti. Þótt flokkur hans, Líkúd, mælist ekki stærstur benda kannanir til að ríkisstjórnin haldi velli. Annar Benjamín, fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir sameinað framboð frjálslyndra flokka undir nafninu Kahol Lavan. Sex af níu skoðanakönnunum dagana 4. og 5. apríl benda til þess að framboðið fái flest sætiMeðaltal kannana sýnir Kahol Lavan með 30 sæti af 120, Líkúd með 28. Samanlagt mælist hægri blokkin hins vegar með 63 til 66 sæti og vinstri blokkin með 54 til 57 sæti. Ísraelska blaðið Haaretz greindi stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu að koma stórkostlega á óvart, og úr samhengi við kannanir og söguna, til þess að hægriflokkarnir myndu ekki ná meirihluta og Gantz tæki við forsætisráðuneytinu. Netanjahú þarf hins vegar að reiða sig á að nokkrir smærri flokkar skríði yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og það gæti mögulega skilað vinstri- og miðjuflokkunum meirihluta. Samkvæmt BBC gæti svo farið að Moshe Feiglin og flokkur hans, Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur sagt að sér sé alveg sama hvort Netanjahú eða Gantz verður forsætisráðherra. Zehut má flokka til öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin hefur til að mynda talað fyrir því að Palestínumenn flytji í burtu af Gasa og Vesturbakkanum og að sýnagóga verði byggð á Musterishæðinni, reit sem bæði múslimar og gyðingar telja einn þann helgasta í heimi. Forsætisráðherrann lofaði því á sunnudag að innlima landtökubyggðir Vesturbakkanum inn í Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri. Um 400.000 Gyðingar búa á Vesturbakkanum en um 2,5 milljónir Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar álíta landtökubyggðirnar ólöglegar. Með loforðinu gerir Netanjahú líklegra að flokkarnir yst á íhaldsvængnum styðji áframhaldandi veru hans í forsætisráðuneytinu. Kosningabaráttan hefur meðal annars einkennst af umræðu um spillingarákærur gegn Netanjahú. Ríkissaksóknari segir að forsætisráðherrann verði ákærður fyrir meinta mútuþægni og fjársvik. Líkúd hefur hins vegar kallað eftir því að Gantz verði einnig rannsakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar telja að fyrirtæki Gantz hafi gert ólöglegan samning við lögreglu. Kahol Lavan hafnar alfarið slíku; Netanjahú sé sá sem standi til að ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira