Tryggði sér óvæntan sigur og sæti á Mastersmótinu en eiginkonan stal sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 13:00 Corey Conners fagnar sigri eftir lokapúttið og svo með eiginkonunni. Samsett/Getty Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019 Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira