Tryggði sér óvæntan sigur og sæti á Mastersmótinu en eiginkonan stal sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 13:00 Corey Conners fagnar sigri eftir lokapúttið og svo með eiginkonunni. Samsett/Getty Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019 Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira