Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 8. apríl 2019 09:00 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur gengið frá kaupum á 12,7 prósenta hlut í HS Orku en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Skrifað var undir kaupsamkomulag á fimmtudagskvöldið í síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en lífeyrissjóðirnir greiða jafnvirði um 8,5 milljarða króna fyrir hlutinn. Jarðvarmi átti fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku og nemur eignarhlutur félagsins því núna um 46 prósentum. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og eina orkufyrirtækið sem er í eigu einkafjárfesta. Fyrirtækið á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Ekkert verður því af fyrirhuguðum kaupum svissneska félagsins DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, á eignarhlut ORK-sjóðsins í HS Orku. Félagið hafði gengið frá samkomulagi við ORK í byrjun október í fyrra en kaupin voru hins vegar aldrei endanlega frágengin þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna viðskiptanna. Kaupverðið á hlut ORK er á sama gengi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og kveðið er á um í samkomulagi um sölu á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku til sjóðs í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum, og tilkynnt var um mánudaginn 25. mars síðastliðinn. Sjóðurinn greiðir 304,8 milljónir dala, jafnvirði 36,3 milljarða króna, fyrir hlutinn í HS Orku sem verðmetur orkufyrirtækið því á samtals um 67 milljarða. Stjórn Jarðvarma ákvað hins vegar í liðinni viku, eins og greint var frá í Markaðinum, að leggja það til við hluthafa félagsins að ganga inn í þau viðskipti Macquarie og nýta sér forkaupsrétt sem Jarðvarmi hefur samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku. Kaup lífeyrissjóðanna verða gerð í samfloti með breska fjárfestingarfyrirtækinu Ancala Partners. Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Jarðvarma á morgun, þriðjudag, þar sem hluthafar greiða atkvæði um tillögu stjórnar um að nýta kaupréttinn. Tillaga stjórnar Jarðvarma, en Arctica Finance hefur verið félaginu til ráðgjafar, gerir ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir bæti þá við sig um tíu prósenta hlut í orkufyrirtækinu en að afgangurinn, eða rúmlega 43 prósenta hlutur, verði keyptur af Ancala en fyrirtækið sérhæfir sig í innviðafjárfestingum í Evrópu. Eftir kaup Jarðvarma á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK munu lífeyrissjóðirnir því í kjölfarið, samþykki hluthafar tillögu stjórnarinnar, samtals fara með rúmlega 56 prósenta hlut í HS Orku. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku hófst um miðjan október og skiluðu að lokum þrír fjárfestar inn skuldbindandi tilboði í hlutinn. Auk Ancala Partners, sem setti fram tilboð í samstarfi við Jarðvarma, og sjóðs í stýringu Macquarie, þá gerði íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingarfélaga, einnig tilboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikillar óánægju á meðal forsvarsmanna Macquarie með að Jarðvarmi hafi í reynd átt í samstarfi við Ancala meðan á söluferlinu stóð. Það kunni að vera brot á þeim trúnaðarsamningum sem fjárfestar hafi gengist undir í ferlinu. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA. 26. mars 2019 13:10 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur gengið frá kaupum á 12,7 prósenta hlut í HS Orku en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Skrifað var undir kaupsamkomulag á fimmtudagskvöldið í síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en lífeyrissjóðirnir greiða jafnvirði um 8,5 milljarða króna fyrir hlutinn. Jarðvarmi átti fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku og nemur eignarhlutur félagsins því núna um 46 prósentum. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og eina orkufyrirtækið sem er í eigu einkafjárfesta. Fyrirtækið á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Ekkert verður því af fyrirhuguðum kaupum svissneska félagsins DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, á eignarhlut ORK-sjóðsins í HS Orku. Félagið hafði gengið frá samkomulagi við ORK í byrjun október í fyrra en kaupin voru hins vegar aldrei endanlega frágengin þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna viðskiptanna. Kaupverðið á hlut ORK er á sama gengi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og kveðið er á um í samkomulagi um sölu á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku til sjóðs í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum, og tilkynnt var um mánudaginn 25. mars síðastliðinn. Sjóðurinn greiðir 304,8 milljónir dala, jafnvirði 36,3 milljarða króna, fyrir hlutinn í HS Orku sem verðmetur orkufyrirtækið því á samtals um 67 milljarða. Stjórn Jarðvarma ákvað hins vegar í liðinni viku, eins og greint var frá í Markaðinum, að leggja það til við hluthafa félagsins að ganga inn í þau viðskipti Macquarie og nýta sér forkaupsrétt sem Jarðvarmi hefur samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku. Kaup lífeyrissjóðanna verða gerð í samfloti með breska fjárfestingarfyrirtækinu Ancala Partners. Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Jarðvarma á morgun, þriðjudag, þar sem hluthafar greiða atkvæði um tillögu stjórnar um að nýta kaupréttinn. Tillaga stjórnar Jarðvarma, en Arctica Finance hefur verið félaginu til ráðgjafar, gerir ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir bæti þá við sig um tíu prósenta hlut í orkufyrirtækinu en að afgangurinn, eða rúmlega 43 prósenta hlutur, verði keyptur af Ancala en fyrirtækið sérhæfir sig í innviðafjárfestingum í Evrópu. Eftir kaup Jarðvarma á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK munu lífeyrissjóðirnir því í kjölfarið, samþykki hluthafar tillögu stjórnarinnar, samtals fara með rúmlega 56 prósenta hlut í HS Orku. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku hófst um miðjan október og skiluðu að lokum þrír fjárfestar inn skuldbindandi tilboði í hlutinn. Auk Ancala Partners, sem setti fram tilboð í samstarfi við Jarðvarma, og sjóðs í stýringu Macquarie, þá gerði íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingarfélaga, einnig tilboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikillar óánægju á meðal forsvarsmanna Macquarie með að Jarðvarmi hafi í reynd átt í samstarfi við Ancala meðan á söluferlinu stóð. Það kunni að vera brot á þeim trúnaðarsamningum sem fjárfestar hafi gengist undir í ferlinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA. 26. mars 2019 13:10 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45
Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04
Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA. 26. mars 2019 13:10