Kátt í höllinni hjá Landsbankafólki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Árshátíð Landsbankans fór fram í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. vísir/vilhelm Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum. Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð. Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna. Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för. „Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum. Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð. Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna. Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för. „Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira