Þín eigin veisla Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2019 07:00 Þú sérð ekki þessa gesti. Flestir launa þeir gestrisnina með því að hjálpa til við að melta matinn og verja þig fyrir skaðræðisseggnum C. difficile sem sendir gestgjafann óþægilega margar ferðir á salernið. Í meltingarveginum kallast gestirnir þarmaflóra. Áður fyrr héldu menn að þeir gegndu veigalitlu hlutverki en nú telja vísindamenn að þeir geti m.a. haft áhrif á líðan okkar og þyngd. Þegar hægðir músa sem borða mikið eru fluttar í þarma músa sem hafa enga þarmaflóru, þá verða mýsnar með nýju hægðirnar svengri og þyngjast. Og mýs sem fá hægðir úr alvarlega þunglyndum mönnum gefast fljótt upp þegar þær eru teknar upp á skottinu. Áður reyndu þær ákaft að flýja, sem mýs gera venjulega. Svo virðist sem gestirnir í þörmunum geti sent skeyti til heilans með taugafrumum sem liggja eins og hraðbraut milli þessara líffæra – skilaboðin geta verið að auka oxýtósín og serótónín sem eru gleðihormónin okkar. Nú eru menn ekki mýs en þessi vitneskja gefur okkur engu að síður innsýn í að þarmaflóran leikur mögulega hlutverk í heilsu okkar og líðan. Til að fjölga góðum gestum í þörmunum og úthýsa þessum óboðnu segja sérfræðingar við Harvard-háskóla að gott sé að borða reglulega sýrðan mat eins og jógúrt og súrsað grænmeti. Hollur óunninn matur laðar að góða gesti en skyndibiti er veisla fyrir skaðræðisseggi. Næst þegar þú sest til borðs skaltu hafa hugfast að þú ert ekki einungis að næra sjálfa(n) þig heldur ótal gesti og það sem er á disknum gefur tóninn fyrir partíið. Hverja viltu fá í veisluna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Þú sérð ekki þessa gesti. Flestir launa þeir gestrisnina með því að hjálpa til við að melta matinn og verja þig fyrir skaðræðisseggnum C. difficile sem sendir gestgjafann óþægilega margar ferðir á salernið. Í meltingarveginum kallast gestirnir þarmaflóra. Áður fyrr héldu menn að þeir gegndu veigalitlu hlutverki en nú telja vísindamenn að þeir geti m.a. haft áhrif á líðan okkar og þyngd. Þegar hægðir músa sem borða mikið eru fluttar í þarma músa sem hafa enga þarmaflóru, þá verða mýsnar með nýju hægðirnar svengri og þyngjast. Og mýs sem fá hægðir úr alvarlega þunglyndum mönnum gefast fljótt upp þegar þær eru teknar upp á skottinu. Áður reyndu þær ákaft að flýja, sem mýs gera venjulega. Svo virðist sem gestirnir í þörmunum geti sent skeyti til heilans með taugafrumum sem liggja eins og hraðbraut milli þessara líffæra – skilaboðin geta verið að auka oxýtósín og serótónín sem eru gleðihormónin okkar. Nú eru menn ekki mýs en þessi vitneskja gefur okkur engu að síður innsýn í að þarmaflóran leikur mögulega hlutverk í heilsu okkar og líðan. Til að fjölga góðum gestum í þörmunum og úthýsa þessum óboðnu segja sérfræðingar við Harvard-háskóla að gott sé að borða reglulega sýrðan mat eins og jógúrt og súrsað grænmeti. Hollur óunninn matur laðar að góða gesti en skyndibiti er veisla fyrir skaðræðisseggi. Næst þegar þú sest til borðs skaltu hafa hugfast að þú ert ekki einungis að næra sjálfa(n) þig heldur ótal gesti og það sem er á disknum gefur tóninn fyrir partíið. Hverja viltu fá í veisluna?