Fyrsti sigur Conners á PGA-mótaröðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2019 23:30 Conners sigri hrósandi. vísir/getty Corey Conners, 27 ára Kanadamaður, bar sigur úr býtum á Valero Texas Open mótinu sem lauk í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Conners á PGA-mótaröðinni.O Canada!@CoreConn's crazy round ends with a victory. The Canadian has claimed his first win @ValeroTXOpen. #LiveUnderParpic.twitter.com/7erU6qgeNG — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019 Conners lék samtals á 20 höggum undir pari og var tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Charley Hoffman. Með sigrinum tryggði Conners sér sæti á Masters-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Fyrir lokahringinn í Texas í dag var Si Woo Kim með eins höggs forskot á Conners. Kóreumaðurinn lék sinn versta hring á mótinu og féll fyrir vikið niður í 4. sætið. Conners gaf hins vegar ekkert eftir og lék á sex höggum undir pari, líkt og í gær, og landaði sigrinum. Conners var á pari eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu lék hann frábært golf og fékk sex fugla. Eins og sjá má hér fyrir neðan var eiginkona hans afar sátt með sinn mann.Another birdie. Another hole closer to his first win on TOUR. Another priceless reaction from the Mrs. #LiveUnderParpic.twitter.com/bsB1Ei5PEH — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019 Bandaríkjamennirnir Ryan Moore og Kevin Streelman léku manna best í dag, á átta höggum undir pari. Moore fór upp um sex sæti og í það þriðja á meðan Streelman stökk úr 24. sætinu og í það sjötta.Final leaderboard @ValeroTXOpen: 1. @CoreConn, -20 2. @Hoffman_Charley, -18 3. @RyanMoorePGA, -17 4. Brian Stuard, -15 4. Si Woo Kim 6. @Streels54, -14 7. @Graeme_McDowell, -12 7. @ByeongHunAn 7. @JayKokrak 7. @DannyGolf72 7. @ACSchenk1 7. Matt Kuchar 7. @ScottBrownGolfpic.twitter.com/kVvdv6ocZx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019 Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Corey Conners, 27 ára Kanadamaður, bar sigur úr býtum á Valero Texas Open mótinu sem lauk í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Conners á PGA-mótaröðinni.O Canada!@CoreConn's crazy round ends with a victory. The Canadian has claimed his first win @ValeroTXOpen. #LiveUnderParpic.twitter.com/7erU6qgeNG — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019 Conners lék samtals á 20 höggum undir pari og var tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Charley Hoffman. Með sigrinum tryggði Conners sér sæti á Masters-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Fyrir lokahringinn í Texas í dag var Si Woo Kim með eins höggs forskot á Conners. Kóreumaðurinn lék sinn versta hring á mótinu og féll fyrir vikið niður í 4. sætið. Conners gaf hins vegar ekkert eftir og lék á sex höggum undir pari, líkt og í gær, og landaði sigrinum. Conners var á pari eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu lék hann frábært golf og fékk sex fugla. Eins og sjá má hér fyrir neðan var eiginkona hans afar sátt með sinn mann.Another birdie. Another hole closer to his first win on TOUR. Another priceless reaction from the Mrs. #LiveUnderParpic.twitter.com/bsB1Ei5PEH — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019 Bandaríkjamennirnir Ryan Moore og Kevin Streelman léku manna best í dag, á átta höggum undir pari. Moore fór upp um sex sæti og í það þriðja á meðan Streelman stökk úr 24. sætinu og í það sjötta.Final leaderboard @ValeroTXOpen: 1. @CoreConn, -20 2. @Hoffman_Charley, -18 3. @RyanMoorePGA, -17 4. Brian Stuard, -15 4. Si Woo Kim 6. @Streels54, -14 7. @Graeme_McDowell, -12 7. @ByeongHunAn 7. @JayKokrak 7. @DannyGolf72 7. @ACSchenk1 7. Matt Kuchar 7. @ScottBrownGolfpic.twitter.com/kVvdv6ocZx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira