Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 19:53 Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan. EPA/HOW HWEE YOUNG Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi. Indland Pakistan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi.
Indland Pakistan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira