Kraftlyftingakonur sem borða lambakjöt og hafragraut Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 19:15 Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut. Þeir sem æfa kraftlyftingar hjá Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Selfossi æfa í Crossfit Selfoss undir styrkri stjórn Örvars Arnarssonar. María Sigurjónsdóttir sem er frá Miðmörk undir Eyjafjöllum og Valdís Hrönn Jónsdóttir sem er frá Gillastöðum í Dalabyggð, báðar búsettar á Selfossi í dag, voru meðal 38 keppenda frá Íslandi sem tóku þátt í Special Olympics í Abu Dhabi í síðasta mánuði. Báðar náðu þær frábærum árangri í kraftlyfingum og komu heim með nokkra verðlaunapeninga utan um hálsinn. María fékk t.d. verðlaun fyrir allar keppnisgreinarnar sínar en það var í réttstöðu, bekkpressu og hnébeygju og sameiginlegum greinum. Valdís fékk líka verðlaun í hnébeygju, réttstöðu, bekknum og svo sameiginlegum greinum. Báðar fóru þær því fjórum sinnum á verðlaunapall til að sækja verðlaunapeningana sína.En hvað var skemmtilegast á ólympíuleikunum ? „Bara allt, kynnast öllu fólkinu, vera þarna og hafa mjög gaman, það var bara allt“, segir Valdís og María tekur heilshugar undir það með henni. Valdís og María eru mjög duglegar að æfa kraftlyftingar og segja lyftingarnar mjög skemmtilega íþrótt. En af hverju eru þær svona sterkar? „Ég kemur úr sveit segir María og Valdís segist líka koma úr sveit. „Það hlítur að vera það, lambakjötið og hafragrauturinn“, segja þær báðar hlægjandi. En hvað er svona skemmtilegt við kraftlyfingarnar? „Allt bara, félagsskapurinn, þjálfarinn og bara allt saman. Svo er bara svo ógeðslega gaman að lyfta, maður fær svo mikla útrás í þessu, þannig að þetta er bara rosalega gaman“, segir Valdís um leið og þær segjast báðar mæla með kraftlyfingum, sem skemmtilegri íþrótt. Árborg Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut. Þeir sem æfa kraftlyftingar hjá Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Selfossi æfa í Crossfit Selfoss undir styrkri stjórn Örvars Arnarssonar. María Sigurjónsdóttir sem er frá Miðmörk undir Eyjafjöllum og Valdís Hrönn Jónsdóttir sem er frá Gillastöðum í Dalabyggð, báðar búsettar á Selfossi í dag, voru meðal 38 keppenda frá Íslandi sem tóku þátt í Special Olympics í Abu Dhabi í síðasta mánuði. Báðar náðu þær frábærum árangri í kraftlyfingum og komu heim með nokkra verðlaunapeninga utan um hálsinn. María fékk t.d. verðlaun fyrir allar keppnisgreinarnar sínar en það var í réttstöðu, bekkpressu og hnébeygju og sameiginlegum greinum. Valdís fékk líka verðlaun í hnébeygju, réttstöðu, bekknum og svo sameiginlegum greinum. Báðar fóru þær því fjórum sinnum á verðlaunapall til að sækja verðlaunapeningana sína.En hvað var skemmtilegast á ólympíuleikunum ? „Bara allt, kynnast öllu fólkinu, vera þarna og hafa mjög gaman, það var bara allt“, segir Valdís og María tekur heilshugar undir það með henni. Valdís og María eru mjög duglegar að æfa kraftlyftingar og segja lyftingarnar mjög skemmtilega íþrótt. En af hverju eru þær svona sterkar? „Ég kemur úr sveit segir María og Valdís segist líka koma úr sveit. „Það hlítur að vera það, lambakjötið og hafragrauturinn“, segja þær báðar hlægjandi. En hvað er svona skemmtilegt við kraftlyfingarnar? „Allt bara, félagsskapurinn, þjálfarinn og bara allt saman. Svo er bara svo ógeðslega gaman að lyfta, maður fær svo mikla útrás í þessu, þannig að þetta er bara rosalega gaman“, segir Valdís um leið og þær segjast báðar mæla með kraftlyfingum, sem skemmtilegri íþrótt.
Árborg Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira