Segir popúlisma einkenna umræðuna um þriðja orkupakkann: „Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 10:57 Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Í næstu viku stendur til að ræða þriðja orkupakkann á Alþingi. Þorsteinn segist ekki eiga von á gáfulegum umræðum en hann segir skopmyndateikningu Morgunblaðsins lýsa ágætlega viðhorfi andstæðinga þriðja orkupakkans. Þorsteinn lét í ljós sín sjónarmið í stöðuuppfærslu á Facebook. „Það versta er þó við ómerkilegt lýðskrum sem þetta að umræðan færist frá því sem raunverulega skiptir máli. Það væri óskandi að við færum að ræða af yfirvegun kosti þess og galla að tengjast öðrum raforkumörkuðum.“ Hann segir að það væri óskandi að þingmenn, núverandi og fyrrverandi, sem hafi hæst í umræðunni um málið, byggju yfir framsýni fyrir landsins hönd. „En því er því miður ekki til að dreifa. Þess í stað er gripið til hræðsluáróðurs popúlistans. Reynt að draga upp mynd af hinum illa óvini í Evrópu sem ætli hér að ræna af okkur auðlindunum með stuðningi „ótýndra ráðamanna“. Þorsteinn segir að sameiginlegur raforkumarkaður Evrópusambandsins hafi stuðlað að stórbættri orkunýtingu innan sambandsins og átt veigamikinn þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuframleiðslu. „Ergo – hér eru heldur göfugri markmið á ferðinni heldur en að ræna þjóðir auðlindum sínum eins og lýðskrumararnir vilja halda fram.“Þurfi að skoða málið með opnum huga Þorsteinn tekur þá mið af ákvörðun Norðmanna að fjárfesta í tengingu við evrópska markaðinn og segir að Ísland eigi að skoða það með opnum huga hvort tenging landsins við sameiginlega raforkumarkað ESB sé vænlegur kostur. Norðmenn hafi ekki tekið sína ákvörðun vegna þess að landinu sé stýrt af ótýndum landráðamönnum heldur vegna þess að tengingin skili miklum ábata. „Að einblína á möguleg verðlagsáhrif heima fyrir, líkt og lýðskrumarar gera, er álíka gáfulegt og að banna fiskútflutning okkar þar sem verð á ýsu hér heima kunni að vera hærra fyrir vikið. Við seljum um 80% af raforkuframleiðslu okkar til útflutnings í gegnum stóriðjuna. Við höfum miklu meiri hagsmuni af því að hámarka verð á raforku heldur en að halda því niðri. Og það er hægur vandi að vega á móti mögulegri hækkun á raforkuverði. Til dæmis með því að fella niður virðisauka á sölu raforku til heimilisnotkunar. Ræðum kosti þessa og galla en nálgumst ekki málið með heimóttarskap og hræðsluáróðri.“ Umræðan til marks um þröngsýni og einangrunarhyggju Þorsteinn segir umræðuna endurspegla þröngsýni og einangrunarhyggju þeirra sem haldi henni helst á lofti „Þar er ekki til að dreifa þeirri framsýni sem ráðamenn fyrri tíma sýndu með því að leggja höfuðáherslu á þátttöku íslands í alþjóðasamstarfi og alþjóðaviðskiptum.“ Þröngsýni og einangrunarhyggja lýðskrumarans grafi aftur á móti undan hagsmunum þjóðarinnar. „Með málflutningi sem þeim er alið á ótta og fordómum í þeim tilgangi einum að afla sér atkvæða. Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“. Alþingi Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. 22. mars 2019 20:00 Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis. 1. apríl 2019 15:00 Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. 22. mars 2019 14:28 Samorka vill orkupakkann Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, styður innleiðingu á þriðja orkupakkanum og telur hann vera til bóta fyrir íslenskan raforkumarkað. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Einangrunarhyggja, popúlismi og þröngsýni einkennir umræðuna um þriðja orkupakkann að mati Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Í næstu viku stendur til að ræða þriðja orkupakkann á Alþingi. Þorsteinn segist ekki eiga von á gáfulegum umræðum en hann segir skopmyndateikningu Morgunblaðsins lýsa ágætlega viðhorfi andstæðinga þriðja orkupakkans. Þorsteinn lét í ljós sín sjónarmið í stöðuuppfærslu á Facebook. „Það versta er þó við ómerkilegt lýðskrum sem þetta að umræðan færist frá því sem raunverulega skiptir máli. Það væri óskandi að við færum að ræða af yfirvegun kosti þess og galla að tengjast öðrum raforkumörkuðum.“ Hann segir að það væri óskandi að þingmenn, núverandi og fyrrverandi, sem hafi hæst í umræðunni um málið, byggju yfir framsýni fyrir landsins hönd. „En því er því miður ekki til að dreifa. Þess í stað er gripið til hræðsluáróðurs popúlistans. Reynt að draga upp mynd af hinum illa óvini í Evrópu sem ætli hér að ræna af okkur auðlindunum með stuðningi „ótýndra ráðamanna“. Þorsteinn segir að sameiginlegur raforkumarkaður Evrópusambandsins hafi stuðlað að stórbættri orkunýtingu innan sambandsins og átt veigamikinn þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuframleiðslu. „Ergo – hér eru heldur göfugri markmið á ferðinni heldur en að ræna þjóðir auðlindum sínum eins og lýðskrumararnir vilja halda fram.“Þurfi að skoða málið með opnum huga Þorsteinn tekur þá mið af ákvörðun Norðmanna að fjárfesta í tengingu við evrópska markaðinn og segir að Ísland eigi að skoða það með opnum huga hvort tenging landsins við sameiginlega raforkumarkað ESB sé vænlegur kostur. Norðmenn hafi ekki tekið sína ákvörðun vegna þess að landinu sé stýrt af ótýndum landráðamönnum heldur vegna þess að tengingin skili miklum ábata. „Að einblína á möguleg verðlagsáhrif heima fyrir, líkt og lýðskrumarar gera, er álíka gáfulegt og að banna fiskútflutning okkar þar sem verð á ýsu hér heima kunni að vera hærra fyrir vikið. Við seljum um 80% af raforkuframleiðslu okkar til útflutnings í gegnum stóriðjuna. Við höfum miklu meiri hagsmuni af því að hámarka verð á raforku heldur en að halda því niðri. Og það er hægur vandi að vega á móti mögulegri hækkun á raforkuverði. Til dæmis með því að fella niður virðisauka á sölu raforku til heimilisnotkunar. Ræðum kosti þessa og galla en nálgumst ekki málið með heimóttarskap og hræðsluáróðri.“ Umræðan til marks um þröngsýni og einangrunarhyggju Þorsteinn segir umræðuna endurspegla þröngsýni og einangrunarhyggju þeirra sem haldi henni helst á lofti „Þar er ekki til að dreifa þeirri framsýni sem ráðamenn fyrri tíma sýndu með því að leggja höfuðáherslu á þátttöku íslands í alþjóðasamstarfi og alþjóðaviðskiptum.“ Þröngsýni og einangrunarhyggja lýðskrumarans grafi aftur á móti undan hagsmunum þjóðarinnar. „Með málflutningi sem þeim er alið á ótta og fordómum í þeim tilgangi einum að afla sér atkvæða. Fyrirlitlegri stjórnmál er vart hægt að stunda“.
Alþingi Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. 22. mars 2019 20:00 Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis. 1. apríl 2019 15:00 Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. 22. mars 2019 14:28 Samorka vill orkupakkann Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, styður innleiðingu á þriðja orkupakkanum og telur hann vera til bóta fyrir íslenskan raforkumarkað. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29
Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. 22. mars 2019 20:00
Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis. 1. apríl 2019 15:00
Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. 22. mars 2019 14:28
Samorka vill orkupakkann Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, styður innleiðingu á þriðja orkupakkanum og telur hann vera til bóta fyrir íslenskan raforkumarkað. 27. mars 2019 06:00