Erlent

Þrír látnir á átta dögum í Miklagljúfri

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Miklagljúfri þar sem þrír ferðamenn hafa fundist látnir á undanförnum átta dögum.
Frá Miklagljúfri þar sem þrír ferðamenn hafa fundist látnir á undanförnum átta dögum. Getty/Paul Harris
Þrír hafa látist á undanförnum átta dögum á einum vinsælasta ferðamannastað Bandaríkjanna, Miklagljúfri í Arizona. Talskona Miklagljúfurs-þjóðgarðs Vanessa Ceja-Cervantes segir í samtali við CNN að meðaltali látist 12 í garðinum á hverju ári. Algengustu dánarorsakir í garðinum eru samkvæmt Ceja-Cervantes ofþornun, drukknun en eitthvað er um að fólk látist eftir fall.

Ceja Cervantes sagði að lík hafi fundist í skógi vöxnum hluta svæðisins 26. Mars síðastliðinn, fimmtudaginn 28. mars féll ferðamaður frá Hong-Kong niður í gljúfrið eftir að honum skrikaði fótur þegar hann freistaði þess að taka af sér mynd.

Síðasta miðvikudag varð 67 ára gamall maður einnig fyrir því að skrika fótur og féll hann rúma 120 metra niður í gljúfrið. Rannsóknir á málunum þremur standa yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×