Segja ekki standa til að vísa Assange úr sendiráðinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 10:22 Lögregluþjónar fyrir utan sendiráð Ekvador í London í morgun. AP/Alastair Grant Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um að vísa Julian Assange úr sendiráði Ekvador í London. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir háttsettum embættismanni í Ekvador. Því var haldið fram í tísti frá Wikileaks í gær að til stæði að vísa Assange úr sendiráðinu á næstu klukkustundum eða dögum. Í tístinu stóð enn fremur að Ekvador hefðu þegar gert samkomulag við Breta um að Assange yrði handtekinn þegar hann færi úr sendiráðinu. Í öðru tísti stóð að Wikileaks hefðu fengið staðfest fregnirnar. Sjá einnig: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Assange hefur haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Lenín Moreno, forseti Ekvador, hélt því fram í vikunni að ásakanir um spillingu og eignir í aflandsfélögum gegn honum væru komnar til vegna Wikileaks. Hann sakaði samtökin um að hafa hlerað símtöl hans og önnur samskipti, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir ásökunum sínum. Ummælin þykja þó til marks um þá spennu sem talin er ríkja á milli Assange og yfirvalda Ekvador.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31 Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Í tölvupósti til fjölmiðla telur Wikileaks um fjölda fullyrðinga sem séu rangar og ærumeiðandi um Julian Assange. 9. janúar 2019 10:31
Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms WikiLeaks vísar í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. 4. apríl 2019 23:23
Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent