Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:41 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/vilhelm Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður. Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður.
Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31