Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. apríl 2019 06:30 Útvarpsstjóri hefur mikla reynslu af leikhússtjórn. Fréttablaðið/Stefán Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15
Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45
Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15