Borche: Þurfum bara að stoppa einn mann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. apríl 2019 21:43 Borce er þjálfari ÍR. vísir/daníel ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn