Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 10:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
„Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira