Skyldi ekki afskrifa ÍR og Þór Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. apríl 2019 13:30 Það mun mikið mæða á leikmönnum ÍR í baráttu við Hlyn Bæringsson inni í teignum. Fréttablaðið/sigtryggur ari Eftir stutta hvíld er komið að næsta leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í kvöld þegar ríkjandi bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR sem sló Njarðvík óvænt út á mánudaginn. Á morgun er svo komið að fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn þar sem Þórsarar reyna að verða fyrsta liðið í sex ár til að slá KR út í úrslitakeppninni. Eftir standa tvö sigursælustu liðin í karlaflokki, KR sem hefur unnið titilinn sautján sinnum og ÍR með fimmtán titla ásamt Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. „Fyrsti leikurinn er alltaf mikil skák þegar andstæðingarnir setjast við borðið og bregðast við aðgerðum hvor annars. Þar þreifa liðin hvort á öðru fyrir einvígið sjálft og það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson sem Fréttablaðið ræddi við um komandi einvígi. Garðbæingar hafa unnið alla þrjá leikina gegn ÍR í vetur sannfærandi og verða að teljast líklegri aðilinn enda ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. „Leikmannahópur Stjörnunnar er það sterkur að leikmennirnir yrðu að ég held fyrir vonbrigðum ef þeir dyttu út í undanúrslitunum,“ segir Friðrik, aðspurður hvort pressan sé á Stjörnunni. „Það væri glapræði hjá Stjörnunni að vanmeta ÍR og kæruleysi verður ekki liðið hjá þjálfarateyminu. Það væri sterkt hjá Stjörnunni að byrja af krafti og reyna að grípa ÍR-inga í bólinu. ÍR er nýkomið úr þvílíku fimm leikja einvígi og það er oft erfitt að koma úr slíkum leikjum. Stjarnan getur náð frumkvæðinu í einvíginu strax í kvöld,“ segir Friðrik sem hefur hrifist af ÍR-ingum. „Þetta ÍR lið er skemmtilega óútreiknanlegt. Þeir eru baráttuglaðir og mæta ef til vill trylltir til leiks strax í fyrsta leikinn. Það gæti hentað þeim að það sé stutt á milli leikja. Þeir geta byggt á góðu hlutunum frá leikjunum gegn Njarðvík þar sem það var gott jafnvægi í leik liðsins í vörn og sókn. Sóknarleikurinn er fjölbreytilegur með Sigurð, Matthías og Kevin. Það verða frábærir einstaklingar að kljást út um allan völl.“ Aðspurður tók Friðrik undir að breiddin væri meiri hjá Stjörnunni. „Þeir eru með meiri breidd og vel samsett lið sem þekkir það að kreista út sigra. Eftir komu Brandons Rozzell hafa þeir ekki tapað mörgum leikjum og líta heilt yfir vel út. Þessi lið hafa oft mæst á undanförnum árum og það hefur verið hiti í þessum leikjum. Þetta verður spennandi einvígi.“Kinu Rochford hefur verið frábær í liði Þórs í vetur. Fréttablaðið/ernirÍ seinna einvíginu mæta Þórsarar KR eftir að hafa unnið magnaðan sigur á Tindastól á mánudaginn. „Ég benti mönnum á það snemma í vetur að gleyma ekki KR. Þeir lentu í vandræðum en eru með mikla breidd. Hávaxna og spræka leikmenn í öllum stöðum, mikla reynslu og kunnáttu í bland. Það eru karakterar í þessu liði sem taka því sem hvatningu og stíga upp þegar þeir eru afskrifaðir. Að mínu mati er KR sigurstranglegra en það skyldi enginn afskrifa Þór. Baldur hefur unnið magnað afrek með þetta lið,“ sagði Friðrik um hið magnaða afrek Þórsara sem luku leiknum gegn Stólunum á 18-3 spretti sem skilaði sigrinum. „Þórsarar gefast aldrei upp og það hefur einkennt liðið síðustu ár. Þetta var líka svona þegar Baldur var leikmaður liðsins undir stjórn Benedikts og síðar Einars Árna. Emil Karel og Halldór Garðar eru gott dæmi um leikmenn sem þrífast á þessu.“ Óvíst er hver staðan er á Kinu Rochford sem var haltrandi í leikjunum gegn Stólunum. „Ég vona, þeirra vegna, að meiðsli Kinu séu ekki alvarleg. Það er heilmikið spunnið í hann en það mun reyna gríðarlega mikið á hann gegn KR í þessu einvígi. KR er með marga leikmenn sem geta barist við stóru leikmenn Þórs inn í teignum en það má ekki gleyma að Þór er með frábæra bakvarðasveit, Nikolas Tomsick hefur verið stórkostlegur í vetur. Þór er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður annað áhugavert einvígi, hvernig liðin mátast við hvort annað.“ Aðspurður sagði Friðrik ekki hægt að afskrifa Þór og ÍR eftir afrekið sem liðin unnu í 8-liða úrslitunum þar sem ÍR og Þór lentu 0-2 undir en unnu þrjá leiki í röð og fóru áfram. „Það er alveg líklegt að KR og Stjarnan mætist í úrslitum, ég taldi líklegt að þau myndu mætast í undanúrslitunum en það skyldi enginn afskrifa hvorki ÍR né Þór í þessum einvígjum. Það sem þessi lið gerðu í átta liða úrslitunum og það á sama degi var magnað,“ segir Friðrik Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Eftir stutta hvíld er komið að næsta leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í kvöld þegar ríkjandi bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR sem sló Njarðvík óvænt út á mánudaginn. Á morgun er svo komið að fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn þar sem Þórsarar reyna að verða fyrsta liðið í sex ár til að slá KR út í úrslitakeppninni. Eftir standa tvö sigursælustu liðin í karlaflokki, KR sem hefur unnið titilinn sautján sinnum og ÍR með fimmtán titla ásamt Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. „Fyrsti leikurinn er alltaf mikil skák þegar andstæðingarnir setjast við borðið og bregðast við aðgerðum hvor annars. Þar þreifa liðin hvort á öðru fyrir einvígið sjálft og það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson sem Fréttablaðið ræddi við um komandi einvígi. Garðbæingar hafa unnið alla þrjá leikina gegn ÍR í vetur sannfærandi og verða að teljast líklegri aðilinn enda ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. „Leikmannahópur Stjörnunnar er það sterkur að leikmennirnir yrðu að ég held fyrir vonbrigðum ef þeir dyttu út í undanúrslitunum,“ segir Friðrik, aðspurður hvort pressan sé á Stjörnunni. „Það væri glapræði hjá Stjörnunni að vanmeta ÍR og kæruleysi verður ekki liðið hjá þjálfarateyminu. Það væri sterkt hjá Stjörnunni að byrja af krafti og reyna að grípa ÍR-inga í bólinu. ÍR er nýkomið úr þvílíku fimm leikja einvígi og það er oft erfitt að koma úr slíkum leikjum. Stjarnan getur náð frumkvæðinu í einvíginu strax í kvöld,“ segir Friðrik sem hefur hrifist af ÍR-ingum. „Þetta ÍR lið er skemmtilega óútreiknanlegt. Þeir eru baráttuglaðir og mæta ef til vill trylltir til leiks strax í fyrsta leikinn. Það gæti hentað þeim að það sé stutt á milli leikja. Þeir geta byggt á góðu hlutunum frá leikjunum gegn Njarðvík þar sem það var gott jafnvægi í leik liðsins í vörn og sókn. Sóknarleikurinn er fjölbreytilegur með Sigurð, Matthías og Kevin. Það verða frábærir einstaklingar að kljást út um allan völl.“ Aðspurður tók Friðrik undir að breiddin væri meiri hjá Stjörnunni. „Þeir eru með meiri breidd og vel samsett lið sem þekkir það að kreista út sigra. Eftir komu Brandons Rozzell hafa þeir ekki tapað mörgum leikjum og líta heilt yfir vel út. Þessi lið hafa oft mæst á undanförnum árum og það hefur verið hiti í þessum leikjum. Þetta verður spennandi einvígi.“Kinu Rochford hefur verið frábær í liði Þórs í vetur. Fréttablaðið/ernirÍ seinna einvíginu mæta Þórsarar KR eftir að hafa unnið magnaðan sigur á Tindastól á mánudaginn. „Ég benti mönnum á það snemma í vetur að gleyma ekki KR. Þeir lentu í vandræðum en eru með mikla breidd. Hávaxna og spræka leikmenn í öllum stöðum, mikla reynslu og kunnáttu í bland. Það eru karakterar í þessu liði sem taka því sem hvatningu og stíga upp þegar þeir eru afskrifaðir. Að mínu mati er KR sigurstranglegra en það skyldi enginn afskrifa Þór. Baldur hefur unnið magnað afrek með þetta lið,“ sagði Friðrik um hið magnaða afrek Þórsara sem luku leiknum gegn Stólunum á 18-3 spretti sem skilaði sigrinum. „Þórsarar gefast aldrei upp og það hefur einkennt liðið síðustu ár. Þetta var líka svona þegar Baldur var leikmaður liðsins undir stjórn Benedikts og síðar Einars Árna. Emil Karel og Halldór Garðar eru gott dæmi um leikmenn sem þrífast á þessu.“ Óvíst er hver staðan er á Kinu Rochford sem var haltrandi í leikjunum gegn Stólunum. „Ég vona, þeirra vegna, að meiðsli Kinu séu ekki alvarleg. Það er heilmikið spunnið í hann en það mun reyna gríðarlega mikið á hann gegn KR í þessu einvígi. KR er með marga leikmenn sem geta barist við stóru leikmenn Þórs inn í teignum en það má ekki gleyma að Þór er með frábæra bakvarðasveit, Nikolas Tomsick hefur verið stórkostlegur í vetur. Þór er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður annað áhugavert einvígi, hvernig liðin mátast við hvort annað.“ Aðspurður sagði Friðrik ekki hægt að afskrifa Þór og ÍR eftir afrekið sem liðin unnu í 8-liða úrslitunum þar sem ÍR og Þór lentu 0-2 undir en unnu þrjá leiki í röð og fóru áfram. „Það er alveg líklegt að KR og Stjarnan mætist í úrslitum, ég taldi líklegt að þau myndu mætast í undanúrslitunum en það skyldi enginn afskrifa hvorki ÍR né Þór í þessum einvígjum. Það sem þessi lið gerðu í átta liða úrslitunum og það á sama degi var magnað,“ segir Friðrik Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum