ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 11:36 Evrópusambandið hefur ítrekað lýst áhyggjum af breytingum á dómskerfi Póllands sem það telur grafa undan sjálfstæði dómstóla. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í dag nýja málsmeðferð vegna ætlaðra brota pólsku ríkisstjórnarinnar sem varða dómaramál í landinu. Hún telur að ný eftirlitsnefnd með störfum dómara stríði gegn sjálfstæði pólskra dómstóla. Hægristjórnin í Póllandi hefur verið sökuð um að reyna að fylla hæstarétt landsins af dómurum sem er henni að skapi. Framkvæmdastjórnin áminnti Pólverjar fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði árið 2017. Þá hefur hún opnað málsmeðferð vegna brota í tvígang áður vegna mála sem tengjast breytingum á dómskerfi Póllands, meðal annars þegar dómarar voru þvingaðir á eftirlaun. Aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar nú beinast að nýjum breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu. Samkvæmt því gætu dómarar verið dregnir fyrir aganefnd og verið refsað telji stjórnvöld dóma þeirra óviðunandi. Aganefndin er aðeins skipuð dómurum sem voru tilnefndir af dómstólaráði sem stjórnarflokkurinn raðaði fulltrúum í, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar segir að fyrirkomulagið tryggi ekki sjálfstæði pólskra dómara þar sem það verji þá ekki fyrir pólitískum afskiptum. Forseti pólsku aganefndarinnar hefði samkvæmt tillögum pólsku stjórnarinnar nær óskorðað vald til ákveða hvort hann tæki upp mál. Pólska ríkisstjórnin hefur nú tvo mánuði til að bregðast við kvörtun framkvæmdastjórnarinnar.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17 Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu. 19. október 2018 14:17
Úrskurður gegn dómaralögum Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár. 20. október 2018 08:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00