Körfubolti

Warriors vann uppgjör toppliðanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steph Curry fagnar í nótt.
Steph Curry fagnar í nótt. vísir/getty
Meistarar Golden State Warriors eru með tveggja vinninga forskot í Vesturdeild NBA-deildarinnar eftir sigur á Denver í nótt í uppjöri toppliðanna.

Meistararnir byrjuðu leikinn með látum en urðu fyrir áfalli í þriðja leikhluta er Kevin Durant var hent í sturtu fyrir að rífast við dómarana.





Þá byrjaði Denver að saxa á forskot Warriors en þó aldrei svo mikið að liðið ógnaði meisturunum sem eru þar af leiðandi langt komnir með að tryggja sér heimavallarrétt í Vesturdeildinni.

DeMarcus Cousins stigahæstur í liði Warriors með 28 stig og Durant setti 21 stig áður en hann fór snemma í sturtu.

Úrslit:

Oklahoma City-LA Lakers  119-103

San Antonio-Atlanta  117-111

Sacramento-Houston  105-130

Golden State-Denver  116-102

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×