Ryð á Costco-fílnum og gíraffanum: Ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2019 11:24 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk Costco-fílinn að gjöf sumarið 2017. Aðeins er farið að falla á fílinn. Vísir/Atli Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll. Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll.
Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30
Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09