Ryð á Costco-fílnum og gíraffanum: Ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2019 11:24 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk Costco-fílinn að gjöf sumarið 2017. Aðeins er farið að falla á fílinn. Vísir/Atli Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll. Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Ryð er tekið að setjast á Costco-fíllinn sem staðsettur er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Costco-gíraffann sem stendur tignarlegur í bakgarði í Hlíðunum í Reykjavík. Fáar vörur vöktu eins mikla athygli og fíllinn og gíraffinn þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí 2017. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir að aðeins sé farið að falla á fílinn. „Þetta er engu að síður útilistaverk og ég hugsa að hann verði bara bráðfallegur, svona ryðgaður og brúnn,“ segir Þorkell. Hann segir að Costco hafi fært Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að gjöf sumarið 2017. Fíllinn stendur nú á bakvið veitingasöluna í Húsdýragarðinum og geta gestir garðsins virt hann fyrir sér út um gluggana þar. „Við þáðum fílinn á sínum tíma undir þeim formerkjum að um útilistaverk væri að ræða. Við erum með takmarkað pláss í garðinum en við vonumst til að hægt verði að koma honum fyrir á betri stað,“ segir Þorkell. Gunnar Páll ánægður með Costco-gíraffann sem hann keypti í tilefni af fertugsafmæli sínu sumarið 2017.Aðsend Eins og rjúpan Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum sem fjárfesti í Costco-gíraffanum á sínum tíma, segir að gíraffinn sé líkt og fíllinn farinn að ryðga. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi dýr lifa ekki á norðurslóðum. Þetta er greinilega ekki þeirra náttúrulega umhverfi. En þessi gíraffi virðist vera eins og rjúpan og er að skipta um ham. Hann endar kannski bara eins og flakið af flugvélinni á Sólheimasandi,“ segir Gunnar Páll. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu sumarið 2017 þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli hans og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. Í viðtali við Sindra Sindrason á síðasta ári greindi Gunnar Páll frá því að gíraffinn hafi fengið nafnið Sigtryggur. Í viðtali við Vísi sagði hann að hann hafi ákveðið á staðnum í Costco að fjárfesta í gíraffanum og að græni garður fjölskyldunnar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. „Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði Gunnar Páll.
Costco Reykjavík Styttur og útilistaverk Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30 Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“ Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu. 19. febrúar 2018 15:30
Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls Tryggvasonar í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. 4. júní 2017 14:09