Það er 1. apríl og kvöldið í undanúrslitum Domino's deildar karla var lyginni líkast.
Þór Þ. og ÍR tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík í kvöld. Þórsarar unnu magnaðan endurkomusigur á Króknum, 93-94, en ÍR-ingar sóttu sigur í Ljónagryfjuna, 74-86.
Þór og ÍR lentu bæði 2-0 undir í rimmum sínum en komu til baka, unnu þrjá síðustu leikina og komust áfram. Ótrúleg frammistaða hjá liðunum sem enduðu í 6. og 7. sæti í deildarkeppninni.
Frá 1990 (fyrsta tímabilið þar sem lið þurftu að vinna þrjá leiki í úrslitakeppni) til 2018 gerðist það aðeins tvisvar að lið komu til baka og fóru áfram eftir að hafa lent 2-0 undir. Það er hins vegar búið að gerast tvisvar í úrslitakeppninni 2019 og hún er nýhafin.
Árið 2008 komst ÍR í 2-0 gegn Keflavík í undanúrslitum en Keflvíkingar sneru dæminu sér í vil og tryggðu sér sæti í úrslitum þar sem þeir unnu Snæfell, 3-0.
Árið 2015 komst Keflavík í 2-0 forystu gegn Haukum í 8-liða úrslitum. Hafnfirðingar gáfust ekki upp, unnu þrjá leiki í röð og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þar töpuðu Haukar fyrir Tindastóli, 3-1.
Í undanúrslitunum sem hefjast síðar í vikunni mætast Stjarnan og ÍR annars vegar og KR og Þór Þ. hins vegar.
Þetta er þriðja árið í röð sem Stjarnan og ÍR mætast í úrslitakeppninni. Í 8-liða úrslitunum 2017 unnu Stjörnumenn ÍR-inga 3-0 en Breiðhyltingar hefndu með 3-1 sigri í 8-liða úrslitunum í fyrra. Liðin mættust einnig í undanúrslitum Geysisbikarsins í febrúar þar sem Stjarnan hafði betur.
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið

Tengdar fréttir

Baldur Þór: Aldrei liðið jafn vel
Þjálfari Þórs Þ. var í skýjunum eftir sigurinn á Króknum.

Leik lokið: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna
ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 93-94 | Ævintýraleg endurkoma Þórsara á Króknum
Þór Þ. lenti mest 23 stigum undir gegn Tindastóli en tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum með stórkostlegum endaspretti.