Þögul mótmæli á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:55 Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum. Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum.
Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira