Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals segir að rasismi sé ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2019 11:45 Hurst í leik með Val. Hann lék alls 30 leiki í Pepsi-deildinni með Val og ÍBV. vísir/daníel Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira