Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 23:25 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Myndin er af Jakobshafnarjöklinum á vesturströnd Grænlands. Vísir/EPA Sumarbráðnun íss á Grænlandi er þegar hafin og er það sagt rúmum mánuði fyrr en í venjulegi árferði. Hiti á suðausturströnd Grænlands hefur farið allt að tuttugu stigum yfir meðaltal síðustu vikur. Vanalega byrjar Grænlandsjökull ekki að bráðna fyrr en í maí en í vor mældist fyrst bráðnun 7. apríl, að því er segir í frétt Washington Post. Loftihiti hækkaði skyndilega upp í 5°C eftir að meira en tuttugu stiga frost hafði verið þar í byrjun mánaðar. Í kjölfarið kólnaði aðeins aftur en síðustu vikuna hefur hitinn verið um eða yfir frostmarki. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að hraði bráðnunarinnar svo snemma vors sé í hæstu hæðum. Gervihnattamyndir sýni gríðarlega bráðun svo snemma á svæðum við suðausturströndina. Hlýindin eru rakin til hlýs lofts sem hefur streymt norður á bóginn frá Flórída vegna breytinga á skotvindum. Lítil útbreiðsla hafíss í Norður-Íshafinu norður af Skandinavíu hafi magnað hlýnunina. Vísindamenn búast við því að slíkar aðstæður verði tíðari með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. Víðar hefur verið hlýtt á norðlægum slóðum í vetur og byrjun vors. Í Alaska hafa þverár Júkonfljóts aldrei losnað fyrr úr klakaböndum og á Skotlandi fór hitinn yfir tuttugu gráður í febrúar. Haf- og loftlagsstofnun Bandaríkjanna staðfesti nýlega að marsmánuður hafi verið sá annar hlýjasti frá því að mælingar hófust. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sumarbráðnun íss á Grænlandi er þegar hafin og er það sagt rúmum mánuði fyrr en í venjulegi árferði. Hiti á suðausturströnd Grænlands hefur farið allt að tuttugu stigum yfir meðaltal síðustu vikur. Vanalega byrjar Grænlandsjökull ekki að bráðna fyrr en í maí en í vor mældist fyrst bráðnun 7. apríl, að því er segir í frétt Washington Post. Loftihiti hækkaði skyndilega upp í 5°C eftir að meira en tuttugu stiga frost hafði verið þar í byrjun mánaðar. Í kjölfarið kólnaði aðeins aftur en síðustu vikuna hefur hitinn verið um eða yfir frostmarki. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að hraði bráðnunarinnar svo snemma vors sé í hæstu hæðum. Gervihnattamyndir sýni gríðarlega bráðun svo snemma á svæðum við suðausturströndina. Hlýindin eru rakin til hlýs lofts sem hefur streymt norður á bóginn frá Flórída vegna breytinga á skotvindum. Lítil útbreiðsla hafíss í Norður-Íshafinu norður af Skandinavíu hafi magnað hlýnunina. Vísindamenn búast við því að slíkar aðstæður verði tíðari með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. Víðar hefur verið hlýtt á norðlægum slóðum í vetur og byrjun vors. Í Alaska hafa þverár Júkonfljóts aldrei losnað fyrr úr klakaböndum og á Skotlandi fór hitinn yfir tuttugu gráður í febrúar. Haf- og loftlagsstofnun Bandaríkjanna staðfesti nýlega að marsmánuður hafi verið sá annar hlýjasti frá því að mælingar hófust.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39