Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 12:29 Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Fréttablaðið/GVA Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11
Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56