„Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2019 11:30 United átti litla möguleika gegn Barcelona. vísir/getty Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12