Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Baldur Guðmundsson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. fréttablaðið/Sigtryggur „Hún er dálítið einkennileg, satt að segja,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um þá tilfinningu að láta af störfum. Alþingi hefur auglýst embættið laust til umsóknar, en Helgi hefur gegnt því frá ársbyrjun 2005. Hann vinnur út ágústmánuð en í þeim mánuði verður hann sjötugur. Helgi hefur starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Spurður hvað standi upp úr svarar hann því að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á starfinu og haft mikla ánægju af því vinna með fólkinu á þinginu; bæði þeim sem þar hafa starfað um lengri og skemmri tíma. „Það hefur verið ákaflega þroskandi,“ segir hann. Helgi nefnir líka árin í kring um hrunið. Hann segir að sú reynsla hafi verið erfið. „Það var mikil reynsla en hún var frekar dapurleg. Sumir starfsmenn eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Það voru þarna átök sem gengu mjög nærri starfsmönnum.“ Búsháhaldabyltingin hófst í kjölfar efnahagskreppunnar og náði hámarki í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar féll. Helgi segir að hann hafi sjálfur farið óskaddaður á sálinni í gegn um þennan tíma. „En þetta tók alveg á. Maður var stundum hræddur um sig, en líka hræddur um húsið og eignir þingsins. Á þeim bar ég ábyrgð. Sumar næturnar þarna voru eiginlega hálf skelfileg reynsla. Margt af því sem maður sá var svo ótrúlegt,“ segir hann um þá upplifun að fylgjast með mótmælunum innan úr þinghúsinu. Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stýra skrifstofu þingsins í umboði forseta Alþingis og ræður aðra starfsmenn þingsins. Hann er ráðgjafi forseta Alþingis og forsætisnefndar um allt sem lýtur að störfum þingsins og rekstri þess. Á vefnum segir að hann sitji fundi með forsætisnefnd og fundi forseta með þingflokksformönnum. „ Í starfinu felast mikil samskipti við þingmenn og umsjón með þeirri aðstoð sem þingmönnum, þingnefndum og þingflokkum er látin í té. Þá sinnir skrifstofustjóri margháttuðum samskiptum við önnur þjóðþing.“ Skrifstofustjóri annast stjórnsýslu Alþingis. Hann veitir þingmönnum faglega aðstoð, aðstoðar forystu þingsins og annast almennan rekstur þess. Hann sinni upplýsingamiðlun um hlutverk og starfsemi Alþingis. Miklar hæfniskröfur eru gerðar til starfsins. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að bæði konur og karlar séu hvött til að sækja um starfið. Ráðið verður í embættið frá 1. september. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí. Við hrunið fjaraði undan trausti í samfélaginu til stjórnmála og lykilstofnana. Helgi segir, spurður, hvað hægt sé að gera til að auka traust til þingsins, að munur sé á því hvort talað sé um traust til stjórnmálamanna eða þingsins sem stofnunar. Hann segist upplifa að nýir þingmenn beri mikið traust til Alþingis sem stofnunar. Stjórnmálamenn eigi hins vegar í basli með að halda traustinu. Á því sér hann þá lausn helsta að þeir standi í auknum mæli við það sem þeir lofa. Hann segir aðspurður að samstarfsandinn á þingi sé almennt góður og að á því verði flestir hissa sem komi á Alþingi. „Auðvitað er það ekki alveg hnökralaust en almennt séð er það þannig, að fólk á gott með að vinna saman. Þeir sem eru í alþjóðlegu samstarfi þurfa að súpa súrt og sætt með öðrum, en í nefndum þingsins er afskaplega vel unnið og málefnalega.“ Hann segir að það sé helst í ræðustóli sem kastist í kekki. Spurður hvað taki við eftir starfslokin segir Helgi að hann hafi að ýmsu að hverfa. „Ég hef áhuga á að setjast við skriftir,“ segir hann um tímann sem fram undan er. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vistaskipti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
„Hún er dálítið einkennileg, satt að segja,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um þá tilfinningu að láta af störfum. Alþingi hefur auglýst embættið laust til umsóknar, en Helgi hefur gegnt því frá ársbyrjun 2005. Hann vinnur út ágústmánuð en í þeim mánuði verður hann sjötugur. Helgi hefur starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Spurður hvað standi upp úr svarar hann því að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á starfinu og haft mikla ánægju af því vinna með fólkinu á þinginu; bæði þeim sem þar hafa starfað um lengri og skemmri tíma. „Það hefur verið ákaflega þroskandi,“ segir hann. Helgi nefnir líka árin í kring um hrunið. Hann segir að sú reynsla hafi verið erfið. „Það var mikil reynsla en hún var frekar dapurleg. Sumir starfsmenn eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Það voru þarna átök sem gengu mjög nærri starfsmönnum.“ Búsháhaldabyltingin hófst í kjölfar efnahagskreppunnar og náði hámarki í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar féll. Helgi segir að hann hafi sjálfur farið óskaddaður á sálinni í gegn um þennan tíma. „En þetta tók alveg á. Maður var stundum hræddur um sig, en líka hræddur um húsið og eignir þingsins. Á þeim bar ég ábyrgð. Sumar næturnar þarna voru eiginlega hálf skelfileg reynsla. Margt af því sem maður sá var svo ótrúlegt,“ segir hann um þá upplifun að fylgjast með mótmælunum innan úr þinghúsinu. Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stýra skrifstofu þingsins í umboði forseta Alþingis og ræður aðra starfsmenn þingsins. Hann er ráðgjafi forseta Alþingis og forsætisnefndar um allt sem lýtur að störfum þingsins og rekstri þess. Á vefnum segir að hann sitji fundi með forsætisnefnd og fundi forseta með þingflokksformönnum. „ Í starfinu felast mikil samskipti við þingmenn og umsjón með þeirri aðstoð sem þingmönnum, þingnefndum og þingflokkum er látin í té. Þá sinnir skrifstofustjóri margháttuðum samskiptum við önnur þjóðþing.“ Skrifstofustjóri annast stjórnsýslu Alþingis. Hann veitir þingmönnum faglega aðstoð, aðstoðar forystu þingsins og annast almennan rekstur þess. Hann sinni upplýsingamiðlun um hlutverk og starfsemi Alþingis. Miklar hæfniskröfur eru gerðar til starfsins. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að bæði konur og karlar séu hvött til að sækja um starfið. Ráðið verður í embættið frá 1. september. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí. Við hrunið fjaraði undan trausti í samfélaginu til stjórnmála og lykilstofnana. Helgi segir, spurður, hvað hægt sé að gera til að auka traust til þingsins, að munur sé á því hvort talað sé um traust til stjórnmálamanna eða þingsins sem stofnunar. Hann segist upplifa að nýir þingmenn beri mikið traust til Alþingis sem stofnunar. Stjórnmálamenn eigi hins vegar í basli með að halda traustinu. Á því sér hann þá lausn helsta að þeir standi í auknum mæli við það sem þeir lofa. Hann segir aðspurður að samstarfsandinn á þingi sé almennt góður og að á því verði flestir hissa sem komi á Alþingi. „Auðvitað er það ekki alveg hnökralaust en almennt séð er það þannig, að fólk á gott með að vinna saman. Þeir sem eru í alþjóðlegu samstarfi þurfa að súpa súrt og sætt með öðrum, en í nefndum þingsins er afskaplega vel unnið og málefnalega.“ Hann segir að það sé helst í ræðustóli sem kastist í kekki. Spurður hvað taki við eftir starfslokin segir Helgi að hann hafi að ýmsu að hverfa. „Ég hef áhuga á að setjast við skriftir,“ segir hann um tímann sem fram undan er.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vistaskipti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira