Ríkið fær sex milljarða við sölu Kaupþings Hörður Ægisson skrifar 17. apríl 2019 07:30 Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Markaðsvirði bankans er nú um 140 milljarðar. Fréttablaðið/Stefán Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna afkomuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá fengið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignarhlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skuldabréfið, sem var með veði í hlutabréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. Samkvæmt afkomuskiptasamningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félagsins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignarhaldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sérstakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna afkomuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikaframlagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum milljörðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu misserum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum Kaupþings hafa íslensk stjórnvöld sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjárútboði. Fyrir utan Kaupþing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Salan á Arion banka Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira