Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 17. apríl 2019 08:00 Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar