Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 20:28 Í sjónvarpsávarpi hvatti Macron þjóð sína til dáða í að endurreisa fallið þjóðartáknið Notre-Dame. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn. Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni. Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld. Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38