Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2019 15:04 Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún segist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. Jackie Gibson, sem ásamt eiginmanni sínum rekur A. Lacroix, bakarí í frönskum stíl við vesturbakka Signu, er miður sín vegna eldsvoðans og eyðileggingarinnar á frönsku dómkirkjunni Notre Dame. „Við erum sorgmædd en okkur er líka létt. Gærkvöldið var mjög erfitt og við sváfum ekkert í nótt. Við mættum árla morguns til vinnu og sáum okkur til mikils léttis að veggirnir stóðu ennþá,“ segir Jackie í samtali við fréttastofu. Ástandið á kirkjunni hafi verið betra en það leit út fyrir kvöldið áður. Hún sé jafnvel ennþá falleg. „Við fylgdumst með þakinu hrynja,“ segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. „Það var ekkert sem við gátum gert. Við bara fylgdumst með skelfingu lostin og grétum.“Margir telja meðal annars við borgarstjórann að sakast Jackie segir að umferðin hafi verið afar þung í gær. Það hafi síðan bætt gráu ofan á svart þegar fólk tók að flykkjast að til að fylgjast með Notre Dame í ljósum logum. Það hafi orðið til þess að Jackie og eiginmaður hennar komust hvorki lönd né strönd og fylgdust tilneydd með Notre Dame brenna. „Ég verð ástfangnari af henni með hverjum deginum sem líður. Við dáumst að henni á hverjum degi. Við höfum gert það í þrjú ár. Hún er hluti af fjölskyldunni okkar. Hún er hluti af okkar hversdagslífi.“Geturðu lýst fyrir okkur andrúmsloftinu í París?„Úff, það er sorglegt og þungbúið. Allir eru frekar þöglir og vilja sýna virðingu. Ég held að margt fólk sé líka afar reitt vegna þess að kirkjan hefur staðið traust í 850 ár. Hún hefur náð að standa af sér Frönsku byltinguna og tvær heimsstyrjaldir en í gær var henni næstum því rústað vegna klaufalegra iðnaðarmanna og þungri umferð eða einhverju því um líku. Enginn veit í raun fyrir víst hvers vegna þetta gerðist,“ segir Jackie. Hún segir að margir telji að það sé meðal annars við Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, að sakast fyrir það hversu illa fór fyrir kirkjunni. Borgarstjórnin hafi að undanförnu lokað mörgum götum í nálægð við Notre Dame til að gefa hjólastígum aukið vægi en látið hjá líða að tryggja umferð fyrir sjúkra-og slökkviliðsbíla. „Umferðin var hræðileg í gær og slökkviliðsmennirnir áttu í erfiðleikum með að komast að kirkjunni til að byrja að vinna,“ segir Jackie sem bætir við að margir beini reiði sinni í ýmsar áttir en fyrst og fremst séu Frakkar þó sorgmæddir.Nágrannakonan kippti sér ekki mikið upp við það þegar turninn féll Jackie er frá Bandaríkjunum og maðurinn hennar er franskur kökugerðarmeistari. Hún átti sér alltaf þann draum að flytjast til Parísar og opna lítið „pâtisserie“. Draumurinn rættist árið 2008 þegar hún flutti til Frakklands. Hjónin opnuðu síðan A. Lacroix fyrir þremur árum. Hún segist hafa ljósmyndað Notre Dame í bak og fyrir á þessum árum. Það sé alltaf eitthvað nýtt sem hún sjái við kirkjuna í hverri árstíð. Notre Dame sé sérlega falleg í ljósaskiptunum. Jackie kveðst afar þakklát fyrir að slökkviliðsmönnunum hafi tekist að forða steinda rósarglugganum á norðanverðri kirkjunni frá glötun. „Þetta er algjört kraftaverk því ég fylgdist með eldinum geisa rétt fyrir ofan gluggann.“ Frönsk nágrannakona Jackie stóð við hlið hennar þegar turnspíran féll ofan í hvelfinguna. Hún virtist þó ekki kippa sér neitt mikið upp við það þegar turninn féll. „Hún er frekar skondin eldri kona. Þegar spíran féll þá yppti hún bara öxlum og sagði að þetta væri nú ekkert stórmál. Spíran væri einungis 150 ára gömul eða eitthvað og við hin stóðum í áfalli og hlustuðum á konuna,“ segir Jackie í gamansömum tón.Turnspíra kirkjunnar varð eldinum að bráð.Vísir/GettyAnnasamasti þriðjudagur til þessa í bakaríinuUpprunalega turnspíran var byggð á 13. öld en vegna vanrækslu um aldabil var arkítektinn Emmanuel Viollet-Le-Duc fenginn árið 1844 til að endurskapa hana. Það voru þó ekki allir sem voru ánægðir með afraksturinn því hin nýja turnspíra leit ekkert út eins og hin gamla. Viollet-Le-Duc vildi nefnilega endurreisa turnspíruna í þeirri mynd sem hann gerði sér í hugarlund að gömlu meistarana hefði dreymt um en aldrei getað framkvæmt. „Stór hluti af Notre Dame hefur verið gerður upp og lagfærður í gegnum árin en við höldum alltaf að þetta sé upprunalega byggingin. Þetta er eldgamalt fyrir Bandaríkjamann eins og mig en spíran er tiltölulega ný á franskan mælikvarða,“ segir Jackie. „Þetta er annasamasti þriðjudagur sem við höfum upplifað í bakaríinu,“ segir Jackie en kalla þurfti til lögreglu til að stýra þeim mikla mannfjölda sem var staddur fyrir utan bakaríið hennar í morgun. Þrátt fyrir að finna fyrir sorg vegna þeirrar eyðileggingar sem varð á Notre Dame kveðst Jackie vera vongóð um framhaldið, sér í lagi vegna þess að nokkrir franskir auðmenn hafi stigið fram og sagst ætla leggja sitt af mörkum til uppbyggingar kirkjunnar. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Sjá meira
Jackie Gibson, sem ásamt eiginmanni sínum rekur A. Lacroix, bakarí í frönskum stíl við vesturbakka Signu, er miður sín vegna eldsvoðans og eyðileggingarinnar á frönsku dómkirkjunni Notre Dame. „Við erum sorgmædd en okkur er líka létt. Gærkvöldið var mjög erfitt og við sváfum ekkert í nótt. Við mættum árla morguns til vinnu og sáum okkur til mikils léttis að veggirnir stóðu ennþá,“ segir Jackie í samtali við fréttastofu. Ástandið á kirkjunni hafi verið betra en það leit út fyrir kvöldið áður. Hún sé jafnvel ennþá falleg. „Við fylgdumst með þakinu hrynja,“ segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. „Það var ekkert sem við gátum gert. Við bara fylgdumst með skelfingu lostin og grétum.“Margir telja meðal annars við borgarstjórann að sakast Jackie segir að umferðin hafi verið afar þung í gær. Það hafi síðan bætt gráu ofan á svart þegar fólk tók að flykkjast að til að fylgjast með Notre Dame í ljósum logum. Það hafi orðið til þess að Jackie og eiginmaður hennar komust hvorki lönd né strönd og fylgdust tilneydd með Notre Dame brenna. „Ég verð ástfangnari af henni með hverjum deginum sem líður. Við dáumst að henni á hverjum degi. Við höfum gert það í þrjú ár. Hún er hluti af fjölskyldunni okkar. Hún er hluti af okkar hversdagslífi.“Geturðu lýst fyrir okkur andrúmsloftinu í París?„Úff, það er sorglegt og þungbúið. Allir eru frekar þöglir og vilja sýna virðingu. Ég held að margt fólk sé líka afar reitt vegna þess að kirkjan hefur staðið traust í 850 ár. Hún hefur náð að standa af sér Frönsku byltinguna og tvær heimsstyrjaldir en í gær var henni næstum því rústað vegna klaufalegra iðnaðarmanna og þungri umferð eða einhverju því um líku. Enginn veit í raun fyrir víst hvers vegna þetta gerðist,“ segir Jackie. Hún segir að margir telji að það sé meðal annars við Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, að sakast fyrir það hversu illa fór fyrir kirkjunni. Borgarstjórnin hafi að undanförnu lokað mörgum götum í nálægð við Notre Dame til að gefa hjólastígum aukið vægi en látið hjá líða að tryggja umferð fyrir sjúkra-og slökkviliðsbíla. „Umferðin var hræðileg í gær og slökkviliðsmennirnir áttu í erfiðleikum með að komast að kirkjunni til að byrja að vinna,“ segir Jackie sem bætir við að margir beini reiði sinni í ýmsar áttir en fyrst og fremst séu Frakkar þó sorgmæddir.Nágrannakonan kippti sér ekki mikið upp við það þegar turninn féll Jackie er frá Bandaríkjunum og maðurinn hennar er franskur kökugerðarmeistari. Hún átti sér alltaf þann draum að flytjast til Parísar og opna lítið „pâtisserie“. Draumurinn rættist árið 2008 þegar hún flutti til Frakklands. Hjónin opnuðu síðan A. Lacroix fyrir þremur árum. Hún segist hafa ljósmyndað Notre Dame í bak og fyrir á þessum árum. Það sé alltaf eitthvað nýtt sem hún sjái við kirkjuna í hverri árstíð. Notre Dame sé sérlega falleg í ljósaskiptunum. Jackie kveðst afar þakklát fyrir að slökkviliðsmönnunum hafi tekist að forða steinda rósarglugganum á norðanverðri kirkjunni frá glötun. „Þetta er algjört kraftaverk því ég fylgdist með eldinum geisa rétt fyrir ofan gluggann.“ Frönsk nágrannakona Jackie stóð við hlið hennar þegar turnspíran féll ofan í hvelfinguna. Hún virtist þó ekki kippa sér neitt mikið upp við það þegar turninn féll. „Hún er frekar skondin eldri kona. Þegar spíran féll þá yppti hún bara öxlum og sagði að þetta væri nú ekkert stórmál. Spíran væri einungis 150 ára gömul eða eitthvað og við hin stóðum í áfalli og hlustuðum á konuna,“ segir Jackie í gamansömum tón.Turnspíra kirkjunnar varð eldinum að bráð.Vísir/GettyAnnasamasti þriðjudagur til þessa í bakaríinuUpprunalega turnspíran var byggð á 13. öld en vegna vanrækslu um aldabil var arkítektinn Emmanuel Viollet-Le-Duc fenginn árið 1844 til að endurskapa hana. Það voru þó ekki allir sem voru ánægðir með afraksturinn því hin nýja turnspíra leit ekkert út eins og hin gamla. Viollet-Le-Duc vildi nefnilega endurreisa turnspíruna í þeirri mynd sem hann gerði sér í hugarlund að gömlu meistarana hefði dreymt um en aldrei getað framkvæmt. „Stór hluti af Notre Dame hefur verið gerður upp og lagfærður í gegnum árin en við höldum alltaf að þetta sé upprunalega byggingin. Þetta er eldgamalt fyrir Bandaríkjamann eins og mig en spíran er tiltölulega ný á franskan mælikvarða,“ segir Jackie. „Þetta er annasamasti þriðjudagur sem við höfum upplifað í bakaríinu,“ segir Jackie en kalla þurfti til lögreglu til að stýra þeim mikla mannfjölda sem var staddur fyrir utan bakaríið hennar í morgun. Þrátt fyrir að finna fyrir sorg vegna þeirrar eyðileggingar sem varð á Notre Dame kveðst Jackie vera vongóð um framhaldið, sér í lagi vegna þess að nokkrir franskir auðmenn hafi stigið fram og sagst ætla leggja sitt af mörkum til uppbyggingar kirkjunnar.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38
Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36