Tiger Woods verður sæmdur heiðursorðu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2019 17:00 Tiger Woods vann um helgina sinn fimmtánda risatitil í golfi þegar hann vann Masters-mótið. Fólk hefur keppst við að óska Woods til hamingju og á meðal þeirra er Bandaríkjaforseti, Donald Trump. Woods var að vinna Masters í fimmta sinn og risamót í fimmtánda sinn. Þessi titill var hins vegar merkilegur fyrir þær sakir að Woods átti við erfið bakmeiðsli að stríða síðustu ár og var ekki viss um að hann gæti spilað golf aftur.Sigur Woods hefur verið titlaður ein besta endurkoma íþróttasögunnar og vill Trump verðlauna Bandaríkjamanninn fyrir. „Ég ræddi við Tiger Woods til þess að óska honum til hamingju með sigurinn á Masters og til þess að tilkynna honum að ég ætla að sæma hann Frelsisorðu forsetans [e. Presidental Medal of Freedom],“ skrifaði forsetinn á Twitter.Spoke to @TigerWoods to congratulate him on the great victory he had in yesterday’s @TheMasters, & to inform him that because of his incredible Success & Comeback in Sports (Golf) and, more importantly, LIFE, I will be presenting him with the PRESIDENTIAL MEDAL OF FREEDOM! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 Orðuna fá þeir sem hafa unnið afrek í þágu öryggis eða þjóðarhagsmuna Bandaríkjanna, menningarmála eða önnur merk afrek og má líklega líkja við íslensku Fálkaorðuna. Síðan Donald Trump tók við forsetaembætti hefur hann fært nokkrum íþróttamönnum orðuna, til dæmis Roger Staubach og Alan Page sem báðir eru fyrrum NFL leikmenn. Þá hafa kylfingarnir Arnold Palmer og Jack Nicklaus báðir verið sæmdir orðunni. Óvenjulegt er hins vegar að íþróttamaður sem enn iðkar sína íþrótt fái orðuna, siðurinn er að fá hana eftir að skórnir eru farnir á hilluna. Golf Tengdar fréttir Myndasyrpa af fögnuði Tiger Tiger Woods vann Masters risamótið í fimmta skipti á ferlinum í dag. 15. apríl 2019 07:00 Tiger upp um sex sæti eftir sigurinn á Masters Tiger Woods heldur áfram að klífa heimslistann í golfi. 15. apríl 2019 13:00 Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti. 14. apríl 2019 19:03 Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“ Tiger er vinsæll og það sást á Twitter. 14. apríl 2019 18:43 Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Ótrúleg endurkoma Tiger var fullkomnuð í gær. 15. apríl 2019 20:30 Tiger gat varla gengið en er nú kominn aftur á toppinn Tiger Woods gekkst undir fjórar skurðaðgerðir á baki. 15. apríl 2019 09:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods vann um helgina sinn fimmtánda risatitil í golfi þegar hann vann Masters-mótið. Fólk hefur keppst við að óska Woods til hamingju og á meðal þeirra er Bandaríkjaforseti, Donald Trump. Woods var að vinna Masters í fimmta sinn og risamót í fimmtánda sinn. Þessi titill var hins vegar merkilegur fyrir þær sakir að Woods átti við erfið bakmeiðsli að stríða síðustu ár og var ekki viss um að hann gæti spilað golf aftur.Sigur Woods hefur verið titlaður ein besta endurkoma íþróttasögunnar og vill Trump verðlauna Bandaríkjamanninn fyrir. „Ég ræddi við Tiger Woods til þess að óska honum til hamingju með sigurinn á Masters og til þess að tilkynna honum að ég ætla að sæma hann Frelsisorðu forsetans [e. Presidental Medal of Freedom],“ skrifaði forsetinn á Twitter.Spoke to @TigerWoods to congratulate him on the great victory he had in yesterday’s @TheMasters, & to inform him that because of his incredible Success & Comeback in Sports (Golf) and, more importantly, LIFE, I will be presenting him with the PRESIDENTIAL MEDAL OF FREEDOM! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 Orðuna fá þeir sem hafa unnið afrek í þágu öryggis eða þjóðarhagsmuna Bandaríkjanna, menningarmála eða önnur merk afrek og má líklega líkja við íslensku Fálkaorðuna. Síðan Donald Trump tók við forsetaembætti hefur hann fært nokkrum íþróttamönnum orðuna, til dæmis Roger Staubach og Alan Page sem báðir eru fyrrum NFL leikmenn. Þá hafa kylfingarnir Arnold Palmer og Jack Nicklaus báðir verið sæmdir orðunni. Óvenjulegt er hins vegar að íþróttamaður sem enn iðkar sína íþrótt fái orðuna, siðurinn er að fá hana eftir að skórnir eru farnir á hilluna.
Golf Tengdar fréttir Myndasyrpa af fögnuði Tiger Tiger Woods vann Masters risamótið í fimmta skipti á ferlinum í dag. 15. apríl 2019 07:00 Tiger upp um sex sæti eftir sigurinn á Masters Tiger Woods heldur áfram að klífa heimslistann í golfi. 15. apríl 2019 13:00 Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti. 14. apríl 2019 19:03 Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“ Tiger er vinsæll og það sást á Twitter. 14. apríl 2019 18:43 Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Ótrúleg endurkoma Tiger var fullkomnuð í gær. 15. apríl 2019 20:30 Tiger gat varla gengið en er nú kominn aftur á toppinn Tiger Woods gekkst undir fjórar skurðaðgerðir á baki. 15. apríl 2019 09:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Myndasyrpa af fögnuði Tiger Tiger Woods vann Masters risamótið í fimmta skipti á ferlinum í dag. 15. apríl 2019 07:00
Tiger upp um sex sæti eftir sigurinn á Masters Tiger Woods heldur áfram að klífa heimslistann í golfi. 15. apríl 2019 13:00
Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti. 14. apríl 2019 19:03
Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“ Tiger er vinsæll og það sást á Twitter. 14. apríl 2019 18:43
Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Ótrúleg endurkoma Tiger var fullkomnuð í gær. 15. apríl 2019 20:30
Tiger gat varla gengið en er nú kominn aftur á toppinn Tiger Woods gekkst undir fjórar skurðaðgerðir á baki. 15. apríl 2019 09:30