Börn hælisleitenda munu stunda nám í Háaleitisskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:22 Stoðdeildin mun taka til starfa í byrjun ágúst. vísir/vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06
Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00