Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Grindavík 9. Sæti Pepsi Max-deildarinnar og þar af leiðandi baráttu við botninn en liðið endaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð eftir skelfilegt gengi á seinni hluta mótsins. Grindjánar komu upp með látum fyrir tveimur árum og náðu sjötta sæti á endurkomuárinu 2017 en halla fór undan fæti í fyrra. Grindvíkingar hafa misst marga góða leikmenn en halda ákveðnum kjarna og keyptu svo fimm raðir og jóker í útlendingalottóinu til þess að fylla í skörðin. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur verið ágætt og að sumu leyti bara gott miðað við breytingarnar á liðinu en auðvelt er að spá þeim gulu suður með sjó erfiðu gengi á komandi tímabili. Þjálfari Grindavíkur er Srjdan Tufegdzic eða Túfa sem kom KA upp í efstu deild og festi liðið þar í sessi. Grindavík og KA skiptu á þjálfurum því Óli Stefán Flóventsson fór norður. Túfa náði ekki tilsettum árangri með KA-liðið miðað við draumana fyrir norðan en hér er um að ræða öflugan þjálfara sem getur skipulagt varnarleik en Grindvíkingar hafa einmitt verið þekktir fyrir það að verjast mikið á undanförnum árum.Baksýnisspegillinn Grindvíkingar virtust vera með allt á hreinu þegar að liðið lagði Íslandsmeistara Vals, 2-1, í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og Óli Stefán Flóventsson var á þeim tíma besti þjálfari deildarinnar að margra mati. Ekki var gleðin minni þegar að liðið vann Fylki í 7. umferð en þá komst Grindavík á toppinn. Þar með luku Grindvíkingar samt nánast keppni því það vann aðeins þrjá leiki til viðbótar og endaði í tíunda sæti en Grindjánar voru í frjálsu falli nánast eftir að verma toppsætið um stund. Liðið og leikmenngrafík/gvendurGrindvíkingar hafa heillað marga undanfarin tvö ár og það varð á endanum til þess að liðið missti marga leikmenn sem fóru í stærri lið. Grindavík heldur í ákveðinn kjarna undir forystu fyrirliðans Gunnars Þorsteinssonar sem er gríðarlega sterkt og þá eru menn eins og Rodrigo Mateo enn til staðar, Aron Jóhannsson og Alexander Veigar Þórarinsson. Breiddin er ekki mikil í Grindavíkurliðinu en byrjunarliðið er ágætt þó erfitt sé að benda á hvaðan mörkin eiga að koma.Hryggjarstykkið Vladan Djogatovic (f. 1984): Þessi 34 ára gamli serbneski markvörður fær það erfiða hlutverk að leysa Kristijan Jajaolo af hólmi en gríðarlega mikilvægt er fyrir lið eins og Grindavík að vera með öflugan markvörð í ljósi baráttunnar sem að liðið mun líklega vera í. Djogatovic hefur komið vel út á undirbúningstímabilinu en Grindjánar fengu aðeins á sig sex mörk í fimm leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins þar sem að þeir enduðu í níunda sæti.Marc McAusland (f. 1988): Grindvíkingar misstu tvo bestu miðverðina sína en fengu Skotann Marc McAusland frá grönnum sínum í Keflavík sem að féllu í fyrra. McAusland vakti gríðarlega athygli fyrir framgöngu sína í Inkasso-deildinni með Keflavík en hann gat lítið gert til þess að bjarga einu né neinu í hörmunginni í Keflavík í fyrra. Nú verður þessi reynslumikli Skoti að ná þeim hæðum sem búist var við af honum á síðustu leiktíð.Gunnar Þorsteinsson (f. 1994): Mikilvægari menn fyrir eitt lið og eitt félag eru vandfundnari en Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. Fyrir utan að vera ljómandi góður miðjumaður sem einnig getur spilað í vörninni heldur hann hópnum saman og gerði vel á erfiðu tímabili utan vallar í Grindavík í fyrra. Gunnar er búinn að vera svo lengi í boltanum að erfitt er að trúa að hann verði aðeins 25 ára á árinu. Hann er hjartað í Grindavíkurliðinu. Markaðurinngrafík/gvendurGrindavík er á sama báti og Víkingur og Breiðablik þegar kemur að því hvað farnir-listinn lítur illa út en þeir gulu misstu tvo bestu miðverðina sína, besta miðjumanninn, markvörðinn og tvo öfluga sóknarmenn sem spiluðu heilt yfir vel á síðustu leiktíð. Hver einasti leikmaður sem fór var byrjunarliðsmaður og munar um minna. Þeir einu tveir sem komnir eru sem að aðdáendur deildarinnar þekkja þurfa ýmislegt að sanna en McAusland var hluti af versta tímabili í sögu efstu deildar í fyrra og kantmaðurinn Túfa, nafni þjálfarans, hefur ekkert getað í tæp tvö ár. Erlendu leikmennirnir eru svo auðvitað spurningamerki eins og alltaf en þeir hafa verið framar væntingum að margra mati á undirbúningstímabilinu og hafa úrslitin verið eftir því. Markvörðurinn Vladan Djogatovic virðist í fljótu bragði vera bestu kaupin hingað til.Markaðseinkunn: C- Hvað segir sérfræðingurinn? „Grindavík kemur til leiks með mikið breytt lið frá því í fyrra. Það er með nýjan þjálfara í Túfa sem mun spila allt öðruvísi fótbolta en Grindavíkingar eru vanir,“ segir Atli Viðar Björnsson, fyrrverandi leikmaður FH, sem er nýjasti sérfræðingurinn í Pepsi Max-mörkunum. „Það verður spennandi að sjá hvernig það fer í þá. Grindavík er með mikið af nýjum mönnum og til dæmis nánast alveg nýja varnarlínu.“ „Fyrir mér þurfa íslensku strákarnir, þeir sem að hafa verið þarna, þurfa að stíga upp og taka að sér leiðtogahlutverk og skila góðu sumri.“ „Ég hef áhyggjur af Grindavík þegar kemur að stemninguna því botninn datt algjörlega úr þessu hjá þeim þegar að tilkynnt var að Óli Stefán myndi hætta. Svona stemningshrun getur alveg elt lið á milli ára,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBesti árangur Grindvíkinga í efstu deild er þriðja sætið sem Grindavíkurliðið náði tvisvar á þremur árum í upphafi aldarinnar (2000 og 2002). Grindvíkingar hafa einu sinni komist í bikarúrslitaleikinn en það var sumarið 1994 þegar liðið var í B-deildinni.Óli Stefán Flóventsson, fráfarandi þjálfari Grindavíkurliðsins, er leikjahæsti leikmaður félagsins með 194 leiki en hann lék tólf leikjum meira en Ray Anthony Jónsson. Óli Stefán eignaðist metið sumarið 2003 þegar hann sló leikjamet Alberts Sævarssonar (133 leikir).Grétar Ólafur Hjartason er markahæsti leikmaður Grindavíkur í efstu deild með 53 mörk í 103 leikjum. Grétar vann gull- (2002), silfur- (2004) og bronsskó (1999) sem leikmaður félagsins.Scott Ramsay hefur gefið langflestar stoðsendingar fyrir Grindavík í efstu deild síðan farið var að taka þær saman 1992. Ramsey gaf 52 stoðsendingar og hefur 28 stoðsendinga forskot á næsta mann. Vinsælasta sæti Grindavíkur í nútímafótbolta (1977-2018) er sjöunda sætið sem liðið hefur lent sex sinnum í, síðast sumarið 2008 en einnig þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Eftir að vera með markahæsta leikmann deildarinnar í sínum röðum 2017 gekk Grindavík erfiðlega að skora í fyrra en aðeins tvö lið skoruðu minna en Grindjánar. Það voru liðin tvö sem að féllu. Grindvíkingar eiga einn af merkari markahrókum seinni tíma, Grétar Ólaf Hjartarson, og væri nú ekki slæmt að geta nýtt sér krafta hans í sumar. Grétar skoraði þrisvar sinnum tíu mörk eða meira á glæstum ferli með Grindjánum og fékk á þeim tímabilum gull, silfur og bronsskó. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Grindavík 9. Sæti Pepsi Max-deildarinnar og þar af leiðandi baráttu við botninn en liðið endaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð eftir skelfilegt gengi á seinni hluta mótsins. Grindjánar komu upp með látum fyrir tveimur árum og náðu sjötta sæti á endurkomuárinu 2017 en halla fór undan fæti í fyrra. Grindvíkingar hafa misst marga góða leikmenn en halda ákveðnum kjarna og keyptu svo fimm raðir og jóker í útlendingalottóinu til þess að fylla í skörðin. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur verið ágætt og að sumu leyti bara gott miðað við breytingarnar á liðinu en auðvelt er að spá þeim gulu suður með sjó erfiðu gengi á komandi tímabili. Þjálfari Grindavíkur er Srjdan Tufegdzic eða Túfa sem kom KA upp í efstu deild og festi liðið þar í sessi. Grindavík og KA skiptu á þjálfurum því Óli Stefán Flóventsson fór norður. Túfa náði ekki tilsettum árangri með KA-liðið miðað við draumana fyrir norðan en hér er um að ræða öflugan þjálfara sem getur skipulagt varnarleik en Grindvíkingar hafa einmitt verið þekktir fyrir það að verjast mikið á undanförnum árum.Baksýnisspegillinn Grindvíkingar virtust vera með allt á hreinu þegar að liðið lagði Íslandsmeistara Vals, 2-1, í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og Óli Stefán Flóventsson var á þeim tíma besti þjálfari deildarinnar að margra mati. Ekki var gleðin minni þegar að liðið vann Fylki í 7. umferð en þá komst Grindavík á toppinn. Þar með luku Grindvíkingar samt nánast keppni því það vann aðeins þrjá leiki til viðbótar og endaði í tíunda sæti en Grindjánar voru í frjálsu falli nánast eftir að verma toppsætið um stund. Liðið og leikmenngrafík/gvendurGrindvíkingar hafa heillað marga undanfarin tvö ár og það varð á endanum til þess að liðið missti marga leikmenn sem fóru í stærri lið. Grindavík heldur í ákveðinn kjarna undir forystu fyrirliðans Gunnars Þorsteinssonar sem er gríðarlega sterkt og þá eru menn eins og Rodrigo Mateo enn til staðar, Aron Jóhannsson og Alexander Veigar Þórarinsson. Breiddin er ekki mikil í Grindavíkurliðinu en byrjunarliðið er ágætt þó erfitt sé að benda á hvaðan mörkin eiga að koma.Hryggjarstykkið Vladan Djogatovic (f. 1984): Þessi 34 ára gamli serbneski markvörður fær það erfiða hlutverk að leysa Kristijan Jajaolo af hólmi en gríðarlega mikilvægt er fyrir lið eins og Grindavík að vera með öflugan markvörð í ljósi baráttunnar sem að liðið mun líklega vera í. Djogatovic hefur komið vel út á undirbúningstímabilinu en Grindjánar fengu aðeins á sig sex mörk í fimm leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins þar sem að þeir enduðu í níunda sæti.Marc McAusland (f. 1988): Grindvíkingar misstu tvo bestu miðverðina sína en fengu Skotann Marc McAusland frá grönnum sínum í Keflavík sem að féllu í fyrra. McAusland vakti gríðarlega athygli fyrir framgöngu sína í Inkasso-deildinni með Keflavík en hann gat lítið gert til þess að bjarga einu né neinu í hörmunginni í Keflavík í fyrra. Nú verður þessi reynslumikli Skoti að ná þeim hæðum sem búist var við af honum á síðustu leiktíð.Gunnar Þorsteinsson (f. 1994): Mikilvægari menn fyrir eitt lið og eitt félag eru vandfundnari en Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. Fyrir utan að vera ljómandi góður miðjumaður sem einnig getur spilað í vörninni heldur hann hópnum saman og gerði vel á erfiðu tímabili utan vallar í Grindavík í fyrra. Gunnar er búinn að vera svo lengi í boltanum að erfitt er að trúa að hann verði aðeins 25 ára á árinu. Hann er hjartað í Grindavíkurliðinu. Markaðurinngrafík/gvendurGrindavík er á sama báti og Víkingur og Breiðablik þegar kemur að því hvað farnir-listinn lítur illa út en þeir gulu misstu tvo bestu miðverðina sína, besta miðjumanninn, markvörðinn og tvo öfluga sóknarmenn sem spiluðu heilt yfir vel á síðustu leiktíð. Hver einasti leikmaður sem fór var byrjunarliðsmaður og munar um minna. Þeir einu tveir sem komnir eru sem að aðdáendur deildarinnar þekkja þurfa ýmislegt að sanna en McAusland var hluti af versta tímabili í sögu efstu deildar í fyrra og kantmaðurinn Túfa, nafni þjálfarans, hefur ekkert getað í tæp tvö ár. Erlendu leikmennirnir eru svo auðvitað spurningamerki eins og alltaf en þeir hafa verið framar væntingum að margra mati á undirbúningstímabilinu og hafa úrslitin verið eftir því. Markvörðurinn Vladan Djogatovic virðist í fljótu bragði vera bestu kaupin hingað til.Markaðseinkunn: C- Hvað segir sérfræðingurinn? „Grindavík kemur til leiks með mikið breytt lið frá því í fyrra. Það er með nýjan þjálfara í Túfa sem mun spila allt öðruvísi fótbolta en Grindavíkingar eru vanir,“ segir Atli Viðar Björnsson, fyrrverandi leikmaður FH, sem er nýjasti sérfræðingurinn í Pepsi Max-mörkunum. „Það verður spennandi að sjá hvernig það fer í þá. Grindavík er með mikið af nýjum mönnum og til dæmis nánast alveg nýja varnarlínu.“ „Fyrir mér þurfa íslensku strákarnir, þeir sem að hafa verið þarna, þurfa að stíga upp og taka að sér leiðtogahlutverk og skila góðu sumri.“ „Ég hef áhyggjur af Grindavík þegar kemur að stemninguna því botninn datt algjörlega úr þessu hjá þeim þegar að tilkynnt var að Óli Stefán myndi hætta. Svona stemningshrun getur alveg elt lið á milli ára,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBesti árangur Grindvíkinga í efstu deild er þriðja sætið sem Grindavíkurliðið náði tvisvar á þremur árum í upphafi aldarinnar (2000 og 2002). Grindvíkingar hafa einu sinni komist í bikarúrslitaleikinn en það var sumarið 1994 þegar liðið var í B-deildinni.Óli Stefán Flóventsson, fráfarandi þjálfari Grindavíkurliðsins, er leikjahæsti leikmaður félagsins með 194 leiki en hann lék tólf leikjum meira en Ray Anthony Jónsson. Óli Stefán eignaðist metið sumarið 2003 þegar hann sló leikjamet Alberts Sævarssonar (133 leikir).Grétar Ólafur Hjartason er markahæsti leikmaður Grindavíkur í efstu deild með 53 mörk í 103 leikjum. Grétar vann gull- (2002), silfur- (2004) og bronsskó (1999) sem leikmaður félagsins.Scott Ramsay hefur gefið langflestar stoðsendingar fyrir Grindavík í efstu deild síðan farið var að taka þær saman 1992. Ramsey gaf 52 stoðsendingar og hefur 28 stoðsendinga forskot á næsta mann. Vinsælasta sæti Grindavíkur í nútímafótbolta (1977-2018) er sjöunda sætið sem liðið hefur lent sex sinnum í, síðast sumarið 2008 en einnig þrjú ár í röð frá 1996 til 1998. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Eftir að vera með markahæsta leikmann deildarinnar í sínum röðum 2017 gekk Grindavík erfiðlega að skora í fyrra en aðeins tvö lið skoruðu minna en Grindjánar. Það voru liðin tvö sem að féllu. Grindvíkingar eiga einn af merkari markahrókum seinni tíma, Grétar Ólaf Hjartarson, og væri nú ekki slæmt að geta nýtt sér krafta hans í sumar. Grétar skoraði þrisvar sinnum tíu mörk eða meira á glæstum ferli með Grindjánum og fékk á þeim tímabilum gull, silfur og bronsskó.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00