Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Ari Brynjólfsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. Samkvæmt lögum má samanlagður kostnaður lánþega aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni. Auðvelt er að taka slík lán á netinu, þá í gegnum vefsíður á íslensku sem skráðar eru erlendis. Innheimtan fer hins vegar fram á Íslandi. Starfshópur ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja skilaði skýrslu til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra atvinnuvega, í febrúar síðastliðnum. „Innan ráðuneytisins er nú unnið að niðurstöðum skýrslunnar. Stefnt er að því að koma fram með tillögur til lagabreytinga á næsta löggjafarþingi er lúta að regluverki smálánafyrirtækja,“ sagði Þórdís Kolbrún í ræðu á Alþingi í mars. Starfshópurinn skilaði inn tólf tillögum, ein þeirra er að eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar. Hvorki Fjármálaeftirlitið né Lögmannafélag Íslands, sem hafa eftirlit með innheimtustarfsemi, könnuðust við málið. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir málið enn í vinnslu. „Þessi mál í heild eru til skoðunar, þar með talið hvort haft verði samband við eftirlitsaðila og hvernig það verði gert. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30 Vandi vegna smálána eykst ár frá ári Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. 25. mars 2019 08:02 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. Samkvæmt lögum má samanlagður kostnaður lánþega aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni. Auðvelt er að taka slík lán á netinu, þá í gegnum vefsíður á íslensku sem skráðar eru erlendis. Innheimtan fer hins vegar fram á Íslandi. Starfshópur ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja skilaði skýrslu til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra atvinnuvega, í febrúar síðastliðnum. „Innan ráðuneytisins er nú unnið að niðurstöðum skýrslunnar. Stefnt er að því að koma fram með tillögur til lagabreytinga á næsta löggjafarþingi er lúta að regluverki smálánafyrirtækja,“ sagði Þórdís Kolbrún í ræðu á Alþingi í mars. Starfshópurinn skilaði inn tólf tillögum, ein þeirra er að eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar. Hvorki Fjármálaeftirlitið né Lögmannafélag Íslands, sem hafa eftirlit með innheimtustarfsemi, könnuðust við málið. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir málið enn í vinnslu. „Þessi mál í heild eru til skoðunar, þar með talið hvort haft verði samband við eftirlitsaðila og hvernig það verði gert. Þetta tekur allt sinn tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30 Vandi vegna smálána eykst ár frá ári Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. 25. mars 2019 08:02 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00
Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti. 26. mars 2019 07:30
Vandi vegna smálána eykst ár frá ári Enn fjölgar í hópi ungs fólks sem leitar til umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda. 25. mars 2019 08:02