Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 13:12 Frá vefnum Hluthafi.com Skjáskot/Hluthafi.com Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.Texti sem birtist á vef Hluthafa.comSkjáskotLoforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður. Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com. Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnumSkjáskot WOW Air Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.Texti sem birtist á vef Hluthafa.comSkjáskotLoforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður. Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com. Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnumSkjáskot
WOW Air Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira