Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 11:15 "Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði faðir Assange. Vísir/EPA Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“ Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“
Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00