Betur gekk að koma fólki frá borði Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 09:43 Betur gekk að koma fólki frá borði en á föstudagskvöld. Icelandair hefur bætt við aukaflugi til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira