Tiger Woods enn í baráttunni | Molinari efstur Dagur Lárusson skrifar 14. apríl 2019 09:00 Tiger Woods er í baráttunni. vísir/getty Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi. Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari. Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til. Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari. Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods. Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019 Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi. Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari. Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til. Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari. Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods. Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira