Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 09:42 Hvassviðrið mun að líkindum taka sig upp að nýju eftir hádegi. Slíkt mun valda töfum á samgöngum. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23